Ef maður bara vissi hvað er að gerast þarna inni

Ætli feministahreyfingin léti ekki frá sér einhverjar athugasemdir ef karlmenn væru látnir gefa konum einkunnir fyrir frammistöðu sína í bælinu?

Ég hef ekki séð tannagnístran frá neinum karlasamtökum vegna þessarar könnunar. Ætli þeim sé alveg sama eða er einhver önnur ástæða fyrir að heyrist aldrei í karlmönnum þegar tegundin er á einhvern hátt tekin fyrir? Þessi könnun er svosem of hallærisleg til að vera svara verð en það virðist bara alveg sama hvernig er fjallað um karlmenn, þeir bera nánast aldrei hönd yfir höfuð sér. Ég hneigist til að líta á það sem gunguskap en kannski eru þeir bara upp til hópa of ánægðir með sig til að taka mark á umfjöllun sem væri líkleg til að koma konum í uppnám?

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Ef maður bara vissi hvað er að gerast þarna inni

 1. —————————-

  fallegra fyndist mér ef þú segðir „í bólinu“.

  í fyrsta lagi hafa karlmenn lítið hugað að því að stofna samtök til þess að berjast gegn órétti sem beint er að körlum.

  við eigum fullt af samtökum, en þau eru mestmegnis fyrir bæði kynin og ætlað að vinna að einhverjum hagsmunum sem eru mun sértækari en að „bera hönd fyrir höfuð karlmanna“.

  kannski því við erum heimskara kynið, eða því við erum með svona þykkan skráp.


  ég er alls ekki sammála því að þetta sé algjörlega grúthallærisleg könnun, þótt hún sé svolítið vitlaus (kannski illframkvæmanleg).

  að því frátöldu, er mér alls ekki alveg sama, heldur styð ég heilshugar svona umfjöllun um karlmenn, tel fróðleik af þessum meiði til þess fallinn að auka skilning mannkynsins á sjálfum okkur.

  það er allt í lagi mín vegna að hlutgera karlmenn sem hóp, og rannsaka hann þannig.

  það er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju sambærileg rannsókn um konur myndi koma (eflaust afmörkuðum hópi af) konum í uppnám.

  t.d. ef í ljós kemur að finnskar konur stæðu sig framúrskarandi vel í bólfimi, en íslenskar einkar illa, mætti nýta þá þekkingu til þess einfaldlega að lagfæra þá galla hjá íslenskum konum.

  það mætti sem sagt draga þá ályktun af rannsókninni að upp til hópa væru íslenskar konur að gera eitthvað vitlaust. kabúmm, upp spretta ótal sjálfshjálparbækur og fólk kaupir sér kennslumyndbönd og horfir á fræðsluþætti.

  eða að finnskir karlar væru að sætta sig við allt of lítið, og gefa miðlungs bólfimi hæstu einkunn.

  þá gætu þeir farið og skoðað hvað það væri í þjóðfélaginu eða þjóðarsálinni sem ylli.

  svona kannanir eru ekkert mikið frábrugðnar þessari PISA könnun á lestrarhæfni (o.fl.), við hefðum kannski ekki vitað að við værum undir meðallagi læs, ef það hefði ekki verið borið saman við önnur lönd.

  nú vitum við það og getum, ef við viljum, leitað skýringa á því.

  (það má alltaf deila um aðferðir, eru t.d. þýskar konur raunsæjari en ítalskar þegar kemur að því að gefa körlunum einkunn .. blabla, hugmyndin stendur fyrir sínu þrátt fyrir það)

  Posted by: Halli | 11.12.2007 | 13:44:26

  — — —

  Ég var einmitt að skrifa um tilvistarvanda karla á blogginu mínu. Sammála því að það er kominn tími á að við látum í okkur heyra.

  Posted by: Þorkell | 11.12.2007 | 13:53:59

  — — —

  Mér fannst sínu uggvænlegra sá texti sem var í upprunalegu fréttinni þar sem sagði „að íslenskir karlmenn hefðu ekki komist á blað“ 🙂 10 þúsund konur og ekki ein mundi eftir íslenskum karlmanni sem bólfélaga ? (:

  Posted by: Guðjón Viðar | 11.12.2007 | 14:25:23

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *