Eru þetta ekki …

… sömu konurnar og mótmæltu smekkleysunni þegar Oddi gaf út dagatal með málsháttum um konur?

Jólasveinar eru miklir óskaspenglar.
-Giljagaur óskar þess að konur hætti að líta á sig sem eilífðarfórnarlömb í öllum málum.
-Skyrgámur óskar þess að konur hætti að sletta skyrbirgðum sínum í blásaklausa sveina.
-Gluggagægir óskar þess að konur hætti að setja samasemmerki milli klámneytenda og nauðgara.
-Gáttaþefur óskar þess að konur hætti að safna klofþefsgæru.

Ég óska þess nú bara að bakarar bjóði upp á stærri gerð af ósteiktum laufabrauðskökum og hafi þær kringlóttar en ekki sporöskjulagaðar. Það er ekki á nokkurn mann leggjandi að fletja þetta helvíti almennilega út.

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Eru þetta ekki …

 1. ————————————

  Ekki segja að ég hafi ekki varað þig við. Ég gleymi því aldrei þegar ég ætlaði að vera ein af þessum myndarlegu og fletja út sjálf. Ég endaði með því að henda öllu í ruslið og sneri mér alfarið að þessum sporöskjulöguðu frá ömmubakstri. Skrýtið að geta ekki haft þetta kringlótt???
  Kær kveðja.

  Posted by: Ragna | 21.12.2007 | 23:10:04

  — — —

  Ég er gáttaður gáttaþefur! Þetta kort er með því ósmekklegasta sem ég hef séð.

  Svo vil ég bara benda á að þótt karlmenn séu í miklum meirihlutua nauðgara þá er það alls ekki óþekkt að konur stundi þá yðju, ýmist einar eða í félagsskap með körlum.

  Posted by: Þorkell | 22.12.2007 | 0:46:29

  — — —

  Ég er handviss um að ef hefði verið gefið út jólakort með áletruninni „Askasleikir óskar þess að konur hætti að nöldra“ þá hefðu feministar orðið stórhneykslaðir og þó hefur nöldur (því miður) enn ekki verið skilgreint sem glæpur.

  Mér finnst skjóta skökku við að félag sem hefur það að yfirlýstu markmiði að berjast gegn kynjaímyndum skuli leggja sitt á vogarskálarnar til að viðhalda ímyndinni karlar = ofbeldismenn.

  Posted by: Eva | 22.12.2007 | 12:31:32

  — — —

  Þetta var aldrei gefið út sem jólakort. Bara hluti af tölvuverki fyrir tveimur árum. Þetta er vissulega gróft og kannski ástæðulaust að vera það, en ég móðgaðist ekki, í alvörunni, þegar Erla Hlyns prófaði að segja „ég óska þess að mæður hætti að drepa börnin sín“. Af hverju móðgaðist ég ekki? Aldrei hef ég drepið börnin mín. Ég veit hins vegar að til eru mæður sem drepa börnin sín og ég óska þess líka heitt að þær geti hætt því.

  Posted by: Kristín | 22.12.2007 | 23:04:38

  — — —

  Nei þetta var víst aldrei gefið út, skv því sem kemur fram hér http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/12/21/ekki_um_jolakort_ad_raeda/
  Það finnst mér gott að heyra.

  Ég væri sjálf líklegri til að móðgast ef einhver óskaði þess að konur hætti að nöldra en ef einhver óskar þess að mæður hætti að drepa börnin sín. Það er vegna þess að nöldur er tengt neikvæðri staðalímynd kvenna en barnadráp ekki.

  Posted by: Eva | 23.12.2007 | 11:56:37

  — — —

  Góður punktur. En er nauðgun tengt staðalímynd karla? Ekki í mínum huga amk.

  Posted by: Kristín | 23.12.2007 | 20:11:49

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *