Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyn, ofbeldi og réttarkerfið
Er brundfyllisgremja fyndin?
Ég held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.
Nauðgunarkærur sem tekjulind?
Það er náttúrulega ekkert í lagi að hafa mök við 13 ára barn. Það er heldur ekkert í lagi að bjóða drukknum börnum í partý. Og jú það er hægt að ætlast til þess að fólk spyrji um aldur áður en það drífur sig í kynsvall með unglingum. En er þetta mál bara svo einfalt að strákurinn (varla vaxinn upp úr barnaskónum sjálfur) hafi sýnt gáleysi? Voru kannski fleiri sem sýndu gáleysi? Halda áfram að lesa
Kapítalísk viðhorf ýkja fréttir af kynferðisofbeldi
Hvernig stendur á þessari sterku tilhneigingu til að ýkja vandann þegar fjallað er um kynferðisofbeldi og misnotkun? Hvað merkja fullyrðingar um ‘aukningu’ og ‘þróun’? Halda áfram að lesa
Þú ert með nauðgara á vinalistanum þínum
Fyrir langalöngu fékk ég póst á facebook frá konu sem ég þekkti ekki neitt. Skilaboðin voru þessi: ’Veistu að þú ert með nauðgara á vinalistanum þínum?’
Nei, ég hafði nú ekki vitað það og hrollurinn skreið niður eftir bakinu á mér. Hún sagði mér nafn mannsins og frá gömlu dómsmáli þar sem hann var í aðalhlutverki. Ljótt mál og frásögnin trúverðug.
Um nætur er ég hjá herra mín og þar fór það
Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Halda áfram að lesa
Konur sem vilja láta nauðga sér
Vinur minn varð eitt sinn fyrir óþægilegri reynslu. Hann hitti konu á netinu og þau ákváðu að hittast og eiga skyndikynni. Þau hittust á veitingastað, hún lýsti fyrir honum draumi sínum um að vera tekin með valdi. Hann sagðist ekki vera neinn nauðgari, flýtti sér burt sem hraðast og hefur varla þorað að vera einn með kvenmanni síðan.
Það er í lagi að nauðga pínulítið fyrst allir eru alltaf að því
40% þeirra sem kæra nauðgun, draga kæruna til baka og ef lögregla vill samt halda rannsókn, áfram, hafna þær samvinnu. Hvernig stendur á því að þetta hlutfall er svona hátt? Eða er þetta hlutfall ekki annars hátt? Hvert er hlutfall þeirra sem falla frá kæru eða neita samvinnu í öðrum ofbeldismálum? En í þjófnaða- og fjársvikamálum? Það er eiginlega ekki hægt að draga neinar ályktanir nema sjá slíkan samanburð.
Fórnarlambsfemínisminn viðheldur ofbeldinu
Og hvenær kemur mamman fyrir dóm vegna vanrækslu og yfirhylmingar? Eða er hún kannski fórnarlamb en ekki samsek? Er hún kannski fórnarlamb af því að hún er ekki með dindil framan á sér? Halda áfram að lesa