Hversu hátt hlutfall karla?

guilty
Mér þætti fróðlegt að sjá niðurstöðuna um það hve hátt hlutfall karla verður fyrir ofbeldi af hálfu maka ef sömu skilgreiningar eru notaðar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi (það kemur mér á óvart að fjárhagslegt ofbeldi sé ekki í upptalningunni).  Ég er nokkuð viss um að karlar beita konur frekar líkamlegu ofbeldi en konur karla, enda eru þeir einfaldlega sterkari. Ég held líka að karlar séu líklegri til að neita ef þeir eru spurðir hvort þeir búi við andlegt ofbeldi. Hinsvegar gæti niðurstaðan orðið önnur ef þeir fengju spurningar um það hvort makar þeirra geri oft lítið úr þeim, segi oft eitthvað sem veki sektarkennd eða þá tilfinningu að þeir standi sig ekki o.s.frv. Ætli sé, þegar upp er staðið mikill munur á því hvernig kynjunum líður í sambúð eða hjónabandi? Og hvaða endemis fórnarlambsheilkenni er þetta eiginlega sem konur eru haldnar? Af hverju fara þær ekki bara ef karlarnir eru vondir við þær?

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Hversu hátt hlutfall karla?

  1. ———————————-

    Tökum checkið á þetta hérna!

    Ég tel að eitt skipti andlegt ofbeldi geri mig að fórnarlambi.

    Eg er karlmaður og hef verið beittur andlegu ofbeldi af maka.

    Hvað með ykkur hin?

    X (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:10
    Smámynd: Brynjar Jóhannsson

    ———————————-

    Konur beita engu minna ofbeldi heldur en karlmenn en gera það með öðru móti. Eins og þú gast til sjálf beita þær niðurlægingu og svo sleppa þær miklu betur við það að kalla eitthvað barsmíðar. T.d gæti kona ítrekað lamið í mann sinn aftur og aftur en svo ef karlmaðurinn gefur frá sér eitt högg… þá er karlmaðurinn ásakaður um ofbeldi en ekki ekki konan ?

    Mér finnst þetta skuggalega há tala…. ef það er fjórða hver kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða kynferðislegri misbeitingu. Það getur ekki annað verið að stór hluti þessa fólks sé í neyslu því ég á mjög erfitt með að svona stór hluti karlmanna fremji ofbeldi á konum undir öðrum ástæðum. Auðvitað eru til hrottar en ég á mjög erfitt með að trúa að hópurinn sé svona stór.

    Brynjar Jóhannsson, 6.7.2009 kl. 10:18

    ———————————-

    Ég tek undir þetta, það er spurning hverjar forsendur þessara niðurstaða séu nákvæmlega. Ég veit að margir af okkur karlmönnum eru oft ótrúlegir hálfvitar og aumingjar en það sé fjórðungur okkar….. ég veit ekki…..

    Garðar Valur, 6.7.2009 kl. 11:05

    ———————————-

    Eva, þakka þér fyrir að taka upp hanskan fyrir okkur karlmennina í þessum efnum. Hin sorglega staðreynd að hið opinbera virðist aldrei spyrja þessarar spurningar, sem er fyrirsögnin á færslu þinni. Hinsvegar er alltaf talað um okkur sem gerendur í ofbeldismálum en aldrei sem þolendur, þegar staðreynd málsins er sú að karlmenn eru mun oftar þolendur ofbeldis yfir höfuð, hvort sem gerendurnir eru konur eða aðrir karlar.

    Ég sendi fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins um akkúrat þetta málefni þann 23. júní sl. Tilefnið var hversu kynbundnu ofbeldi gegn konum er gert sérstaklega hátt undir höfði sem umfjöllunarefni ráðuneytisins ef marka má vefsíðu þess. Ég fékk svar skömmu síðar frá Þorgerði Benediktsdóttur, lögfræðingi velferðarsviðs ráðuneytisins. Í dag sendi ég henni loks mótsvar þar ég hnykki á þeim sjónarmiðum sem hér koma fram. Til fróðleiks þá hef ég kosið að birta þessi samskipti í bloggfærslu á mínu bloggi, og hvet ég þá sem hafa áhuga á þessu að kynna sér efni fyrirspurnarinnar og svörin sem bárust.

    Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2009 kl. 11:30

    ———————————-

    ég hef oft lennt í rimmu við femínista inni á netinu , og man eftir einni þannig einmitt vegna skilgreiningar á heimilisoflbeldi – og mér finnst það skemmtileg tilbreitni að kona kemur þarna með önnur rök.

    sýn femínsta á heiminn er svona. karlmaður = orsök alls ills í heiminum.

    GunniS, 6.7.2009 kl. 12:28

    ———————————-

    Af hverju fara þær ekki bara ef karlarnir eru vondir við þær?

    AA og alinon munstrið er velfrægt og nokkuð tíð dæmi um það að vissar konur með lítið sjálfsmat fari frá einum konuberjaranum til annars. Einnig dettur mér í hug hvort að BDSM munstur sé ekki viðurkenning á afbrigðilegri og ofbeldisfullri hegðun ef t.d ef Karlmönnum þykir kona sem er með lágt sjálfsálit og óörugg með sjálfa sig vera kynþokkafull því hann fær kikk út úr því að stjórna yfir henni!

    Mín tilfinning er sú að þessi 1/4 kvenna séu manneskjur með mjög lágt sjálfsmat og haldi að þær eigi ekki betra skilið eða geti ekki náð sér í eitthvað betra. Þannig að ég held að besta leiðin til þess að uppræta ofbeldi á konum sé að

    1. efla sjálfsmynd þeirra

    2. efla samskipta tengsl kvenna sín á milli sem hafa samskonar reynslu- t.d af kynferðislegri misbeitingu og ofbeldi.

    Brynjar Jóhannsson, 6.7.2009 kl. 12:54
    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Gunni, ég held reyndar að orðið feministi sé orðið merkingarlaust því það er notað jafnt um fólk sem aðhyllist þá hugmynd að konur eigi að njóta mannréttinda og þær (örfáu konur) sem helst vilja útrýma karlkyninu. Ég tel mig vera feminista og ég held að fátt vinni jafn illa gegn kvenréttindabaráttunni og tilhneigingin til að líta á konur sem fórnarlömb í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Þar með er ég auðvitað alls ekki að afsaka karla (eða konur) sem koma illa fram við maka sína. Það er ekki hin víða skilgreining á heimilisofbeldi sem fer fyrir brjóstið á mér, heldur það að hún skuli aðeins ná yfir hegðun annars kynsins.

    Eva Hauksdóttir, 6.7.2009 kl. 17:08

    ———————————-

    Brynjar, ég held ekki að ‘BDSM mynstur’ eigi neitt skylt við viðurkenningu á ofbeldi. Í svokölluði BDSM sambandi er annar aðilinn drottnandi, annað hvort í kynlífinu eða á fleiri sviðum. Þegar báðir aðilar eru sáttir við það er ekki um neitt ofbeldi að ræða, þar sem ofbeldi felur alltaf í sér kúgun. Ekki frekar en það er fjárhagslegt ofbeldi ef báðir eru sáttir um að annar aðilinn sjái um fjármálin eða sófapúðalegt ofbeldi ef annað hjóna ræður því alfarið hvernig sófapúðar eru valdir á heimilið. Sumu fólki líkar vel að stjórna eða láta aðra stjórna og það er bara allt í lagi svo fremi sem rétturinn til að skipta um skoðun er virtur.

    Hitt er svo annað mál að oft er talað um ákveðna kynhegðun sem BDSM, þótt sambandið einkennist ekki af drottnun að öðru leyti. Konu (eða karli) getur t.d. þótt æsandi að láta maka binda sig í ástarleik en það merkir ekki að neinn hafi leyfi til að fjötra konu sína án samþykkis eða gera lítið úr tilfinningum hennar.

    Eva Hauksdóttir, 6.7.2009 kl. 17:21

    ———————————-

    Ég held að heimilisofbeldi sé alveg nógu slæmt böl svo ekki sé verið að mála skrattann á vegginn með svona tölfræðikúnstum. Ég þykist vita að heimilisofbeldi sér útbreitt, en ég kaupi ekki þessar niðurstöður og dómgreind mín neitar að kyngja hvað vitleysu sem er í þágu góðs málstaðar.

    Þetta minnir mig á aðra tölfræðidellu en það er þegar hommar og lesbíur reyna að halda því fram að tíu prósent allra séu samkynhneigðir. Ég styð og hef alltaf stutt fullt jafnrétti óháð kynhneigð. En það breytir engu um það að ég kaupi ekki þessi tíu prósent enda stenst slík fullyrðing enga skoðun.

    ábs (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 17:49

    ———————————-

    Það er afskaplega pent til orða tekið að þessi umræða sé á villigötum. Konur beita ekki ofbeldi. Aldrei. Að kona beiti kynferðislegu ofbeldi er svo fráleitt að það er eiginlega ekki hægt að ræða hugmyndina, hvað þá meira. Því miður fer ofbeldi karla gagnvart konum vaxandi, hvað sem fólk spáir og spekúlerar. Það er svo margt í samfélaginu, sem stuðlar að þessu, m.a. öll fjölmiðlun, kvikmyndir og hvað nú heitir. Það þarf miklu, miklu meiri og alvarlegri viðleitni skólakerfis og allrar almennrar fræðslustarfsemi til þess að snúa þessari þróun við. Karlrembusvínin beita aðra karlmenn, sem eru kannski ekki tilbúnir til að viðurkenna hið kynbundna ofbeldismynstur vegna uppeldisáhrifa, ofbeldi til að snúa þeim „frá villu síns vegar“, neyða þá til að beita konur ofbeldi og gera þeim óvært með einelti í mannlegu samfélagi.

    Theolog (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 20:07

    ———————————-

    Þakka þér þennan pistil Eva.

    Haraldur Davíðsson, 6.7.2009 kl. 21:56
    Smámynd: LM

    Að sjálfsögðu beita konur líka kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi en þær eru sérlega vel skólaðar í andlegu ofbeldi.

    Hvorki akademían (kynjafræðin ?) né þeir sem úthluta rannsóknastyrkjum virðast samt hafa mikinn áhuga að rannsaka þetta. I wonder why …

    LM, 6.7.2009 kl. 23:02

    ———————————-

    Gott og mjög svo tímabært og þarft innlegg í umræðuna um ofbeldi. Ofbeldi sem gengið er út frá sem vísu að sé ávallt beitt af karlmönnum. Vissulega eru karlmenn líkamlega sterkari, svona yfirleitt, en ætli andlegt ofbeldi hafi ekki valdið fleiri dauðsföllum en það líkamlega hér á landi, er kemur að uppgjöri karla og kvenna í sambúð? Væri fróðlegt að heyra af einhverri „statistík“ í þeim efnum, eða nennir enginn fræðingurinn að spá í það?

    Halldór Egill Guðnason, 6.7.2009 kl. 23:19

    ———————————-

    Ég er eingöngu að tala út frá þvi sem ég heyrði -að það var karlmaður sem sagði við vinkonu mína að honum þætti konur kyþokkafullar sem væri með slæma sjálfsmynd og lítið sem ekkert sjáflstraust. Sem sagt hann laðaðist kynferðislega að konum sem hann hefur stjórn andlega og líkamlega á og getur domenerað að eigin vild. Þessi maður titlaði sig sem bdsm dom en ég tita slíka menn sem andlega sjúklega hálfvita- því aldrei nokkurn tíman myndi ég nýta mér t.d sakleysi eða sjálfsvirðingaleysi konu til þess að domenera yfir henni með einum eða öðrum hætti. Það er gegn öllum mínum prinsippum og að konur kjósi sér þetta hlutskipti er og verður ekki mitt vandamál. Ég tek ekki þátt í því að gera heiminn verri en hann er með því að misnota mér aðstæður með þessum hætti.

    Fólk má kalla svona hvað sem það sýnist … en ég kalla svona réttlætingu á hálfvitaskap og fordæmi slíkar kenndir með öllu rétt eins og hvern það fasista skap sem fær að viðgangast í þessum heimi.

    Okei… hvað fólk gerir innan rúmsstokksins er þeirra mál en ef að menn beinlínis laðast að konum sem eru óöruggar og með lítið sjálfstraust … þá er mér ofboðið. OG þessvegana skaut ég þessu fram út af því að við vorum að tala um að 1/4 konum verða fyrir ofbeldi.

    Mér er skítsama þó fólk reyni að verja slíkt en þessháttar menn eru fyrir mér andlega sjúkir hálfvitar í mínum augum… sem beinlínis nærast á því að annað fólk sé vansælt..

    Brynjar Jóhannsson, 6.7.2009 kl. 23:36

    ———————————-

    Ofbeldi er oftast ættgengt innleggst hjá heilbrigðum einstaklingunum eftir fæðingu. Bitinn bítur. Lamin lemur. Stungin styngur. Særður særir.

    Kóga með fíkli, pillur, vín er hryllilega kúgun í sjálfum sér. Geðlægðartýpur fyrir þá sem ekki þekkja einkennin eru hryllilega kúandi.

    Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 03:54

    ———————————-

    Flestum er sama hvort karlarnir verða fyrir einu eða öðru. Álitið hluti af tilverunni.

    Svona í aðalatriðum þá er það þannig. Auðvitað verða karlar fyrir mun meira ofbeldi en konur yfirleitt, þótt það sé ekki endilega af kvennavöldum.

    En skiptir það þá nokkuð máli? Eru allir karlar þá ekki samsekir og geta sjálfum sér um kennt. Mín reynsla af samfélaginu er að það álítur það vera mín sök ef ég er beittur ofbeldi, eignir mínar eyðilagðar o.s.fr.v. Viðhorfið er almennt: „Það hlýtur að hafa verið góð ástæða fyrir þessu.“

    Er nema von að þjóðin láti taka sig ósmurt sem heild. Við kennum fórnarlömbum um ofbeldið ef um karla er að ræða í 100% tilvika og í ca. 75% tilfellum kvenna. Þá eru ekki eftir nema 12,5% sem fá samúð en af þeim eru ein af hverjum tuttugu sem þora að segja frá. Það er undir 1%.

    Alveg frábært system fyrir ofbeldisfólk!

    Rúnar Þór Þórarinsson, 7.7.2009 kl. 04:17

    ———————————-

    Það er hægt að nálgast rannsóknir á netinu varðandi þessi mál og þar kemur fram að efbeldi kvenna gagnvart mökum sínum er ótrúlega algegnt en sjaldan kært vegna þess að mönnum einfaldega er ekki trúað. Ennfremur að þær konur sem að beita ofbeldi eru mun líklegri til að beita banvænum vopnum það er bareflum og hnífum Nenni ekki að finna linkina en ef að einhver vill skoða þetta er einfalt að slá inn leitarorð eins og wimen that abuse men eða wimen that use domestic violence.

    Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.7.2009 kl. 17:58

    ———————————-

    Hér er sagt frá því að 3,3% af þeim konum sem tóku þátt hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þar sem íslenskar konur eru flestar litlar og feitar má ætla að 3,3% séu tæplega 6 cm eða um 2,5 kg. 2.746 konur tóku þátt í rannsókninni en ekki er tekið fram hvernig ofbeldið dreifist á þann fjölda. 2.746 íslenskar konur eru líklega um 44 km eða rúm 19 tonn. 3,3% af því verða þá um 1,45 km eða 630 kg. Ef við gerum ráð fyrir því að ekkert sé um hálfklárað ofbeldi eru þetta 8-9 konur sem verða fyrir 100% ofbeldi.

    Jón Hjörtur (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 01:25

    ———————————-

    Ég hef heyrt því fleygt að kona sem giftist til fjár, mjög algengt víða um heim.

    Fá eitt kvennaráð, til þess að fá sem mest út úr skilnaðinum þarf karlinn helst að hafa barið þig nokkrum sinnum. Það er svo erfitt að skilja af engum sökum.

    Fálæti karlsins [mjög algengt þegar hann kom þreyttur inn hér áður fyrr] getur líka myndast sem andsvar við afskiptalausri konu í langan tíma.

    Hér búa greinlega tvær þjóðir. Önnur óvægin í fræðiskoðunum.

    Oft er flagð undir fögru skinni.

    Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 04:25

Lokað er á athugasemdir.