Guðrún hjá Stígamótum og mannréttindin

guðrun

Í umræðunni um mál Karls Vignis Þorsteinssonar hefur Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum viðhaft ummæli sem vert er að staldra við. Þau eru þess efnis að mannréttindi þeirra barna sem eru í hættu hljóti að vega þyngra en mannréttindi barnaníðinga. Þetta er undarleg útlegging á mannréttindahugtakinu. Halda áfram að lesa

Nokkur dæmi um ofstæki femínista

dolgur
Hatrið í garð feminista hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með umræðunni. Fúkyrðaflaumur og ofbeldisórar virka að vísu ekki vel til þess að breyta skoðunum neins en þetta virkar hinsvegar prýðisvel til þess að draga athyglina frá því sem þessar konur segja og að því hatursfulla skítkasti sem þær sitja undir. Sem er nú varla markmið þeirra viskubrunna sem beita fyrst og fremst persónuníði í málflutningi sínum. Halda áfram að lesa

Klámmyndir ársins 2012

lyfjafr

Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma.

Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að þar var eiginlega ekkert klám að finna. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 3a

teikngin thorgerdurUndanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar.

Ég hef ekki aðgang að fyrirlestrinum, aðeins glærum sem notaðar voru til skýringar. Ég hef þegar fjallað um kynningarglæruna og fyrstu glæruna. Þær er báðar nokkuð góðar en nú fara gæðin að koma í ljós. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 2

heiliÉg taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá næstu hér. Halda áfram að lesa