Næstum viss

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Hvenær særir maður mann?

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði.
-Þú hefðir ekki átt að aka þetta að nóttu til. Hversvegna lá þér svona á?
-Ég sef ekki undir stýri. Lagði mig tvisvar á leiðinni. Ég hefði kannski átt að taka lengri tíma í ferðina en ég vildi sjá þig sem fyrst. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Af strjálum manni og fjaðurmögnuðum

Ég hafði dregið það í tvo eða þrjá daga að opna skeytið. Ég kannaðist ekki við netfang þess sem sendi það og setti það því ekki í forgang en nú ætlaði ég að henda ruslpósti og ákvað að athuga hvort þetta væri alvöru erindi eða rusl. Þetta reyndist vera ástarbréf frá klikkuðum manni. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Í fótnum

Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?

Best er að deila með því að afrita slóðina

Gott eða rétt?

Bjartur er á leið til Noregs um mánaðamótin og mér líkar það stórilla,
-Fjöll og sjór? Ætlarðu virkilega að skipta á svoleiðis klisjum og rauðu trjánum í Beykiskógi og gulum ökrum? Ætlaðu að flytja til dýrasta lands í heimi til að vinna fyrir skítalaunum þegar þú býrð nú þegar þar sem bjórinn drýpur af hverju strái? Og svona að fjöllum og háu verðlagi undanskildu, hvað í rassgati færðu þá í Noregi sem þú getur ekki fengið hér? sagði ég gremjulega. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Engir garðar á Íslandi?

Ég bý í parhúsi við einkar snyrtilega götu. Íbúðirnar voru upphaflega ætlaðar öldruðum og ég er eini íbúi götunnar sem ekki er ellilífeyrisþegi. Einstök heppni að hafa fengið þessa íbúð sem er bæði fallegri og betur einangruð en gengur og gerist. Nágrannar mínir eru indælt fólk og alveg rosalega duglegir að taka til í görðunum hjá sér. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ísdanska

Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.

Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.

Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Reiðhjólapumpa

-Neinei, ekki láta mig fá pening fyrir þessu, sagði Bjartur.
-Nú? Þætti þér huggulegt af mér að biðja þig að kaupa bjór fyrir mig en borga hann svo ekki? sagði ég.
-Þetta er allt í lagi.
-Jájá, allt í himnalagi en ég ætla nú samt að borga þennan bjórkassa.
-Neinei, ég gef þér hann bara í tilefni dagsins. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Daglegt smörrebröð

Vaknaði upp, tók sturtu, tók fötin á, leggjaði náttfötin í óhreina tauið og hafði einn bolla kaffi. Bjartur er keyrður og kemur fyrst heim seinni partinn en Svartur hefur vont í sínu beini og er sygmeldur. Eva skal gera desert í kvöld og vonar að strákarnir geta líkjað það.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Hvernig verða hugmyndirnar til?

Hvernig fékkstu eiginlega þessa hugmynd? sagði fíflið opinmynnt.

Jú sjáðu til. Það var nebblega þannig að einn daginn þegar sat ég og hugleiddi að vanda, opnaði ég skyndilega þriðja augað. Ég var með lokuð augun en horfði samt út um gat á enninu, rétt fyrir ofan nefið, Og hvað heldurðu að ég hafi séð? Einhvern svon gaur, sveipaðan fjólubláu ljósi. Sennilega hefur þetta verið Gvuð eða einhver álíka sköpunargaur. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Skráður einhleypur

Kannski á maður ekki að lesa of mikið í það sem fólk gerir EKKI og ég veit eiginlega ekki af hverju þetta angar mig svona mikið því hann er góður við mig og búinn að hitta fjölskylduna og allt það, en við erum búin að vera saman í 3 mánuði og hann er ennþá skráður einhleypur á facebook. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Lífrænar sláttuvélar

Bjartur og Svartur buðust til að slá lóðina fyrir mig. Eða öllu heldur að lána mér lífrænar sláttuvélar á meðan þeir eru á Fjóni. Kanínubúrið er flennistórt og þegar kaínínurnar eru búnar að gæða sér á ofvöxnu grasinu undir því, dreg ég það aðeins til svo þær geti slegið næsta reit. Allir ánægðir. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Gerði Facebook út af við bloggarann?

Bloggmenningin breyttist töluvert þegar flestir bloggarar voru komnir með facebook síðu. Facebook er að mínu mati mikil snilld, þrátt fyrir gerviheiminn, gerviblómin og gervirauðvínið, miklu þægilegra að nota fésið til að fylgjast með umræðunni, auðvelt að ná til margra í einu og þarf ekkert rss til að sjá hverjir eru virkir. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Morðæði í eldhúsinu

Við stóðum í eldhúsinu þegar Júlíus kom fram á öðru hundraðinu með flugnaspaðann á lofti og sveiflaði honum vígalega í átt að nætufiðrildi sem reyndist hraðfleygara en ætla mætti. Fiðrildið flögraði undir eldhússgardínuna og andartaki síðar var Júlíus kominn upp í eldhússvaskinn, hékk í gardínustönginni og bandaði spaðanum undir gluggatjaldið. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Búsæld

Mér finnst skemmtilegt að finna leiðir til að nýta mat. Kannski óvenjulegt áhugamál í þessu ofneyslusamfélagi sem við lifum í en ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri leggðu sig fram um að nýta það sem til er í stað þess að henda nýtanlegum hlutum (og mat) og pína hálfa jörðina til að gefa meira en við þurfum og hinn helminginn til að taka við óendanlegu magni af sorpi. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Af hoppi og híi

-Voðalega erum við öll óhamingjusöm, sagði Bjartur og skolaði óhamingju sinni niður með gúlsopa af landamærabjór.
-Hulla og Eiki eru ekki óhamingjusöm, sagði ég.
-Nei ekki þau en næstum allir aðrir, svaraði hann. Hmmm… þetta samfélag okkar er nú ekki stórt og þessir allir eru Bjartur og Svartur, ég sjálf og kannski Dana María sem er nú venjulega ósköp kát. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina