Ef ég hefði lesið jafn marga fermetra og ég hef skúrað, væri ég vitur kona í dag.
Ég lofaði sjálfri mér því fyrir löngu að eftir fertugt skyldi ég ekki vinna önnur heimilisstörf en þau sem mig beinlínis langaði til. Mér líður almennt vel í eldhúsi, vil helst sjá um þvottinn minn sjálf en hef megna óbeit á skúringum og í tilefni af því gaf ég sjálfri mér Pólínu í afmælisgjöf. Halda áfram að lesa