Uncanny again

Í kvöld hef ég sóað tíma mínum í að horfa með öðru auganu á ómerkilega og ákaflega ótrúverðuga bíómynd um gaur sem verður ástfanginn af stúlku með ónýtt skammtímaminni. Hékk á netinu með hinu auganu og komst að því að jafnvel raunverulegasta persóna tilveru minnar lítur á mig sem skáldsagnapersónu. Um leið áttaði ég mig á því hversvegna ég var að horfa á mynd sem er ekki þess virði. Allt er í heiminum táknrænt.

Yfirleitt er fólk ekki sjálfu sér samkvæmt og í raun ekkert hægt að gera slíka kröfu. Mér líkar það stórilla.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Uncanny again

  1. —————————————-

    Hvað er virði og ekki virði? Ef maður skemmtir sér þá er það þess virði, jafnvel þótt innihaldið gefi ekki mikið annað. Og ef maður skemmti sér ekki, þá hefur maður alla vega eitthvað að miða við.

    Og hvernig ætti maður annars að vita hvað er virði og hvað ekki ef maður tekur ekki áhættur. Auðvitað finnur maður alltaf eitthvað sem ekki er þess virði en þá áhættu verður maður að taka, nú eða þá að skrá sig í klaustur og hætta að taka áhættur yfir höfuð. Það væri ekki þess virði, ef þú spyrð mig.

    Posted by: Þorkell | 13.01.2008 | 4:48:37

Lokað er á athugasemdir.