Sukk

Í augnablikinu vantar ekki koffein í kerfið. Reyndar ekki sykur og rjóma heldur. Ég fékk omelettu ala Pegasus og páskaegg í morgunmat, hnetukrems- og súkkulaðiköku í hádeginu og svo vorum við að koma frá pabba og Rögnu sem buðu okkur í kaffi og rjómapönnukökur á nýja heimilinu í Kópavogi.

Í augnablikinu er Walter að slíta út einkalíkamsræktarstöðinni sinni á efri hæðinni. Ég er hinsvegar að brúna kartöflur. Einhvernveginn grunar mig að ég muni borða megnið af þeim líka.

Játning

Einkennilegt hvað það kemur mér í mikið uppnám að rekast á stafsetningarvillur á blogginu mínu. Þetta eru einhver ómerkilegustu mistök sem hægt er að gera sig sekan um og gerist svosem ekki oft en ég verð trítilóð út í sjálfa mig, jafnvel reiðari en þegar ég fæ stöðumælasekt. Halda áfram að lesa

Föstudagurinn langi

Ég gat voða lítið hlaupið í morgun. Getur verið að æfingar gangi betur ef maður hefur borðað áður? Mér finnst ótrúlegt að morgunmatur skipti miklu máli upp á úthaldið því það sem háir mér er ekki vöðvaþreyta hefur vanrækt hjarta og lungu. Samt sem áður er það eina breytan sem ég finn sem gæti skýrt þetta. Halda áfram að lesa

Góðra manna ráð

Það er alveg saman hvort reksturinn gengur vel eða illa, alltaf er fólk jafn boðið og búið að gefa mér góð ráð. Bæði nánustu vinir og bláókunnugir viðskiptavinir eru svoleiðis með það á hreinu hvað þarf til að gera Nornabúðina að heimsveldi að ég skil bara ekkert í því að þetta ágæta fólk skuli ekki vera löngu búið að stofna fjölþjóðlega verslunarsamsteypu sjálft, í stað þess að færa mér leyndarmál góðs verslunarreksturs á silfurfati. Ég gæti skilið það ef ég væri þekkt fyrir ósjálfstæði og bjargarleysi, hefði ekkert hugmyndaflug, bæri mig illa eða hefði enga sem ég gæti leitað til. Ekkert af þessu á við en sat er ólíklegasta fólk alltaf boðið og búið að sjá um að hugsa fyrir mig. Halda áfram að lesa

Háð

Andardráttur vakandi manns. Andardráttur sofandi manns. Lyktin af einhverjum sem er stærri og sterkari en maður sjálfur. Síðasta syfjaða góða-nótt hvíslið áður en maður líður inn í svefninn. Að rumska við leitandi snertingu sofandi handar, sem er bara að ganga úr skugga um að maður sé örugglega nálægur. Snerting kviðar við bak. Fólk hlýtur að vera nokkuð góðir vinir þegar því er farið að finnast svo ágætt að límast saman á svitanum, að það hefur ekki fyrir því að fara í náttföt eða leggja lak á milli sín.

Við systurnar bökuðum okkur pizzu og drukkum rauðvín í kvöld, spiluðum krossgátuspil og ræddum heimsmálin, trúarbrögð og heimsku mannanna. Hún ætlar að koma með á Vantrúarbingóið á morgun (eða öllu heldur í dag). Ég er löngu komin heim en á eitthvað erfitt með að koma mér í rúmið. Ég hef verið svo mikið hjá Pegasusi undanfarið að ég er að verða háð því að sofna hjá honum. Röklega séð er það óheillavænleg þróun.

 

Síðasta kvöldmáltíðin

Dauðadæmdi fanginn var einkar jákvæður maður. Hann valdi sér bigmakk með frönskum og kokteilsósu til að gúlla í sig fyrir svefninn langa og dásamaði heppni sína. Flestir fá nefnilega ekki tækifæri til að velja síðustu máltíðina sína, sem í mörgum tilvikum er hafragrautur með sveskjum eða jógúrtsull, ásamt mjólk úr stútkönnu, næringarsprautu og hálfu kg af pillum.

Eftir stendur spurningin um það hvað maðurinn var eiginlega að pæla með þessu vali sínu. Hann mátti nefnilega alveg fá eitthvað almennilegt.

Eitt sem ég veit ekki en langar að vita: Geta dauðadæmdir fangar pantað vín með síðustu máltíðinni sinni?

 

Árangur

Ég get hlaupið. Vííí!

Hingað til hef ég ekki getað hlaupið nema 1-2 mínútur án þess að standa á öndinni. Var alveg jafn léleg í gær og hina dagana, komin með astmaandardrátt um leið. Var frekar óánægð því þegar ég fór í ræktina í sumar, tók það mig ekki nema viku að ná upp nógu góðu þoli til að geta hlaupið. Halda áfram að lesa

Feitar kjeddlingar

doveMér brá ponkulítið í fyrsta sinn sem ég sá brúnkukremsauglýsinguna frá Dove.

Feitar kerlingar í húðvöruauglýsingu, það er eitthvað nýtt. Á hálfri sekúndu áttaði ég mig þó á því að engin þeirra er feit. þær eru þvert á móti grannar. Vafalaust í neðstu mörkum kjörþyngdar. Eins og ég. Halda áfram að lesa

Hvað ertu að hugsa?

Ég hef tekið eftir því að karlmönnum finnst yfirleitt afskaplega óþægilegt að vera spurðir að því hvað þeir séu að hugsa. Sem segir mér að svarið hljóti að vera einkar athyglisvert. Vinkona mín segir að það sé bara vegna þess að þeir séu að hugsa um kynlíf og reikni með óþægilegum spurningum um persónur og leikendur ef þeir viðurkenni að þeir verji að jafnaði 15 klst á dag til þess að hugsa um riðlirí. Mér finnst þetta ótrúlegt. Kynlíf er ágætt en einfaldlega ekki nógu áhugavert til að nokkur nenni að hugsa um það stöðugt. Halda áfram að lesa

Muse

-Einu sinni langaði mig að eiga mann sem ég vissi að myndi ekki sofa hjá mér. Hann hafði það bara ekki í sér og ég ætlaði að taka því með skilningi. Ég vissi að hann yrði góður við mig og ég hugsaði með mér að ég gæti þá bara sofið hjá einverjum öðrum. Halda áfram að lesa

Raðbögg

Á sex vikum gerðist eftirfarandi:

1  Systir mín lenti á gjörgæslu og hluti af lunganu var fjarlægður. Mér brá illa þegar ég sá hvað hún var mikið veik og játa þá sjálflægni að þetta triggeraði áhyggjur af mínu eigin heilsufari. Ég er með nákvæmlega sömu einkenni og hún hefur haft í mörg ár. Ekkert vekur mér jafn mikla skelfingu og hugmyndin um að missa heilsuna og þetta fékk nógu mikið á mig til að ég hætti í magadansi til að hlífa lungunum í mér. Halda áfram að lesa

Rambl

Þegar lungað í systur minni féll saman, fyrir nokkrum vikum (og það ekki í fyrsta sinn) fékk ég paranojukast og hætti í magadansi. Soghljóðið sem heyrist í brjóstkassanum á mér við vissar hreyfingar (sem reynir mikið á í magadansi) er nefnilega nákvæmlega eins og í henni og ég fékk stundum verki eftir æfingar. Aðrar konur sem voru með mér í tímum könnuðust ekkert við þetta hljóð og kennarinn sagði mér að fara til læknis, því þetta væri ekki eðlilegt.
Halda áfram að lesa

Sjálfsfróunarkúrinn

Í nótt lá ég andvaka í rúmi Pegasusar og hlustaði á hreiðurgerðargargið í fugli sem hefur líklega ruglast í dagatalinu. Ósköp fallegur söngur svosem en mér skilst að fuglinn sjálfur sé ekki að syngja heldur að gera hugsanlegum óvinum grein fyrir því hvar Davíð keypti ölið. (Hvaða Davíð var það annars og af hverju þekki ég ekki uppruna þessa orðtaks?)
Halda áfram að lesa

Sá Eini Sanni

Þannig að þú ert bara búin að finna þann eina sanna, spurði Maðurinn sem mætti í morgunkaffi.

Undarlega margir sem nota þennan frasa. Eini Sanni. eða Sá Rétti. Mér finnst skrýtið að goðsögnin skuli lifa svo sterku lífi í orðræðu fullorðins fólks en ég heyri eitthvað af þessu tagi í hverri viku. Halda áfram að lesa