Ætli maður öðlist Gvuðstrú á endanum?

Skrýtið. Þegar maður loksins hefur nóg af einhverju sem mann hefur vantað lengi virðist framboðið af því aukast.

Ég kvartaði um það árum saman að hælaháir skór í mínu númeri væru einfaldlega ekki til. Svo eignaðist ég eina og síðan hefur æðislega skó með pinnahælum rekið á fjörur mínar reglulega. Ég hef líka talið nokkuð líklegt í mörg ár að engir almennilegir karlmenn yfir tuttugu og fimm ára að aldri, væru á lausu. Svo kynntist ég einum almennilegum og síðan hef ég kynnst mörgum. Fann m.a.s. að lokum einn sem hentaði mér sem kærasti. Og núna er engu líkara en að það sé yfirdrifið nóg framboð af dægilegum karlmönnum á mínum aldri. Allavega þekki ég 3 konur fyrir utan sjálfa mig sem eru búnar að kynnast ekkifávitum og langflestar vinkvenna minna í gegnum tíðina hafa verið drullusokkaseglar.

Til hamingju Baun. Menn sem gefa út svona yfirlýsingar eru þess virði að eyða tíma í þá.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Ætli maður öðlist Gvuðstrú á endanum?

  1.  —   —   —
     
    Jahérna. Og hvað er þá leyndarmálið – hvar finnið þið þessi eintök?
     
    Posted by: lindablinda | 15.03.2008 | 14:47:52

    —   —   —

    Ég fann minn í grasagarðinum. sá strax að þetta var enginn arfi:)

    Posted by: baun | 15.03.2008 | 15:05:28

    og takk fyrir hamingjuóskirnar, spegla þær til þín.

    Posted by: baun | 15.03.2008 | 15:26:54

    —   —   —

    Til hamingju Elísabet:)

    Posted by: Guðjón Viðar | 15.03.2008 | 20:25:55

Lokað er á athugasemdir.