Síðasta kvöldmáltíðin

Dauðadæmdi fanginn var einkar jákvæður maður. Hann valdi sér bigmakk með frönskum og kokteilsósu til að gúlla í sig fyrir svefninn langa og dásamaði heppni sína. Flestir fá nefnilega ekki tækifæri til að velja síðustu máltíðina sína, sem í mörgum tilvikum er hafragrautur með sveskjum eða jógúrtsull, ásamt mjólk úr stútkönnu, næringarsprautu og hálfu kg af pillum.

Eftir stendur spurningin um það hvað maðurinn var eiginlega að pæla með þessu vali sínu. Hann mátti nefnilega alveg fá eitthvað almennilegt.

Eitt sem ég veit ekki en langar að vita: Geta dauðadæmdir fangar pantað vín með síðustu máltíðinni sinni?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Síðasta kvöldmáltíðin

  1. ————————————-

    Ég man eftir að hafa séð vef með yfirliti yfir seinustu máltíðir fanga sem líflátnir voru í USA. Ótrúlegt magn oft og gjarna alls konar skyndibitajukk.
    Ekkert vín.
    Sjá:
    http://www.deadmaneating.com/

    Posted by: HT | 19.03.2008 | 13:28:26

    —   —   —

    Skv Wikipediu er vín bannað við þessa athöfn í USA.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Last_meal

    Posted by: Elías Halldór | 19.03.2008 | 13:33:09

    —   —   —

    Ég skrifaði um síðustu máltíð einu sinni. Sjá: http://thorkell.annall.is/2006-04-15/20.01.03/

    Í ljós kom að meira en helmingur þeirra sem þáðu að velja sína síðustu máltíð völdu skyndibitamat. Merkilegt.

    Posted by: Þorkell | 24.03.2008 | 2:19:53

Lokað er á athugasemdir.