Sjálfsfróunarkúrinn

Í nótt lá ég andvaka í rúmi Pegasusar og hlustaði á hreiðurgerðargargið í fugli sem hefur líklega ruglast í dagatalinu. Ósköp fallegur söngur svosem en mér skilst að fuglinn sjálfur sé ekki að syngja heldur að gera hugsanlegum óvinum grein fyrir því hvar Davíð keypti ölið. (Hvaða Davíð var það annars og af hverju þekki ég ekki uppruna þessa orðtaks?)

Ég er orðin taugaveikluð af andvökum og svo er ég líka of feit. Er orðin tæp 47 kg sem að vísu telst innan neðri marka kjörþyngdar. Ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað ég er rosalega feit, fyrr en vinkona mín, sem er 6 kg undir kjörþyngd ákvað að fara í fitusog. Kjörþyngdarstaðlar eru auðvitað ekkert annað en blekkingartól feminista til að halda ljótu fólki frá nauðsynlegum lýtaaðgerðum.

Það gengur auðvitað ekki að vera orðin heilu kílói þyngri en þegar ég var tvítug og ég á ekki fyrir fitusogsaðgerð, svo ég ákvað að prófa nýjan megrunarkúr sem ég fann upp sjálf. Það voru kristlingar sem komu mér á sporið og eiga því í raun heiðurinn og Matti sem endurvakti athygli mína á gagnlegum ráðum þeirra. Þetta er sumsé sjálfsfróunarkúrinn. Hér eftir mun ég fróa mér í hvert sinn sem mig langar að éta.

Annað markmið dagsins er að venja mig af því að skrifa félgasskapur. Byrja hér og nú;
félagsskapur
félagsskapur
félagsskapur
félagsskapur
Annars er óvíst að ég muni nokkuð þurfa að nota það orð framar, þar sem gera má ráð fyrir að siðsamt fólk muni forðast félagslegt samneyti við mig til að smitast ekki af ósómanum.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Sjálfsfróunarkúrinn

  1. ————————

    Bíddu…. ekki rekur mig minni til að þú sért 130 sm að hæð – feitabollan þín :-)???

    Posted by: lindablinda | 7.03.2008 | 12:52:50

    —   —   —

    Nei, þá væri ég nú langt yfir kjörþyngd. Ég er 149, sem merkir að bmi stuðullinn er 21,2. Sem telst víst bara fínt. Ég þyrfti að vera 45 kg til að teljast beinlínis grönn en ef ég fer svo langt niður fer fólk alltaf að spyrja mig hvað hafi komið fyrir. Ég grennist nefnilega í andliti og verð eins og Jesús á krossinum, þótt rasspokarnir sláist eftir sem áður við hælana á mér við hvert fótmál.

    46 er markmiðið. Um leið og því er náð skal ég afleggja alla sjálfsflekkun og girða að mér náttbuxurnar með snærishönk, rétt eins og ég væri sannkristin kona.

    Posted by: Eva | 7.03.2008 | 13:12:00

    —   —   —

    Þannig að rjóð í kinnum og andstutt eftir hádegið ertu ekki eftir bragðsterkan hádegismatinn. 🙂

    Posted by: Gillimann | 7.03.2008 | 16:30:46

    —   —   —

    rúnk away my friend….

    In fact…. I believe i will join you ( for moral support) mjehe 🙂

    Posted by: lindablinda | 7.03.2008 | 20:19:13

Lokað er á athugasemdir.