-Auðvitað eru þetta bara leifar af úreltu fyrirkomulagi en ég held að körlum finnist oft óþægilegt, jafnvel niðurlægjandi ef konan splæsir, sagði ég.
Lærisveinninn strauk sítt hárið frá snyrtilega skyggðum augunum og renndi lökkuðum nöglum vinstri handar niður eftir uppáhalds pilsinu sínu.
-Ég segi nú sem karlmaður, að mér þætti það bara fínt ef kona byði mér grand út og borgaði dæmið,sagði hann.
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Nennussikki
Mig langar í karlmann. Til eignar, eins og fastagestum ætti að vera orðið ljóst, en þar sem fátt fagurra eiginmannskandidata hefur rekið á fjörur mínar (þrátt fyrir tilboð um hundrað þúsundkalla í fundarlaun) virðist rökrétt að finna drykkfelldan saurlífissegg til bráðabirgða.
Það er sosum enginn skortur á hórlífum alkóhólistum á höfuðborgarsvæðinu, það er ekki málið. Mér hrís bara hugur við því að þurfa að fara í gegnum allt kennsluefnið; allt frá „það er ekki hægt að hækka í mér með því að snúa upp á geirvörturnar“ og að „þú kemur mér ekkert frekar í gang með því að þjösnast á play-takkanum“. Flókin tæki konur.
Kannski spurning um að taka bólfimi inn í aflúðunarnámskeiðið? Veit einhver um félag eða fyrirtæki sem væri til í að styrkja verkefið t.d. með því að lána æfingabrúður? Ég er nebbla ekki viss um að það myndi mælast vel fyrir ef við létum þátttakendur para sig saman til að æfa strok- og kossatækni. Anna heldur reyndar að það væri hægt að fá þó nokkuð marga til þess með sýnikennslu því þorri karla ku víst gera hvað sem er í skiptum fyrir „lessusjóv“.
Þetta er náttúrulega fötlun.
Rökvilla dagsins
Kosturinn við að treysta engum er sá að maður leggst ekki í rúst þótt einhver bregðist manni. Ókosturinn er sá að ef maður er ekki með mikilmennskubrjálæði á lokastigi, er manni lífsins ómögulegt að trúa því að maður sé eina manneskjan í veröldinni sem treystandi er á. Og þá annaðhvort hættir maður að treysta sjálfum sér, eða maður setur traust sitt á einhvern sem fyrr eða síðar gæti brugðist.
Ég held að Skoðunarmaðurinn hafi rifið tunguhaftið. Eins gott að það var ekki meyjarhaft. Ég er samt ekkert að pæla í að skrifa honum eða neitt. Undarleg bréfaskrif eru víst skírasta birtingarmynd geðveilu minnar, skilst mér.
Mér finnst ég frekar geðveik þessa dagana en það hefur mér aldrei fundist þegar ég hef lagst í bréfaskrif. Samkvæmt því hlýt ég að vera í aldeilis fínu formi.
Skrattinn í leggnum
Hann brölti um í sauðarleggnum í nótt og tókst að hagga beininu, m.a.s. velta því nokkrum sinnum þannig að glumdi í gólfinu undir rúminu mínu. Þegar ég vaknaði í þriðja sinn, hótaði ég að sækja róðukross og fimmarmastjörnu og Ægishjálm ef hann hefði sig ekki hægan.
-Einhversstaðar verða vondir að vera, sagði hann.
-Gakktu þá í Sjálfstæðisflokkinn gerpið þitt, svaraði ég.
-Mig langar í karlmann! gargaði Birta. Kastaðu þessum skrattakolli fram af svölunum og sæktu strák í staðinn.
-Ef þú fengir að ráða myndirðu láta okkur éta allar kökurnar í bakaríinu, sagði ég.
-Já en bara sætu kökurnarm ekki súrdeigsbrauðin og við færum EKKI í ruslagáminn til að sækja uppþornaðar kúmenkringlur.
-Þær eru nú samt hollari og það vill svo til að það er ég sem ræð þessu sagði ég.
Þá hló Skrattinn í sauðarleggnum svo hátt að ég hélt að tappinn hrykki úr holunni.
Felagidaudur
Felagidaudur ku vera að rísa til lífsins. Anna stóð fyrir valdaráni þar í kvöld og ég fékk að leika Frumkvöðul. Það var gaman.
Langt síðan ég hef leikið við stelpur.
Hægt
Ef það er rétt að góðir hlutir gerist hægt, þá hljóta spilin sem ég pantaði og borgaði þann 11. september að berast mér á ólíkinda giftusaman hátt. Líklega mun Johnny Depp afhenda mér þau, ásamt bónorðsbréfi.
Skrattinn á veggnum
Skrattinn á veggnum vakti mig í nótt. Vildi fá að koma uppí til mín en ég neitaði. Finnst alveg nóg bögg að hafa hann á veggnum, ég málaði hann ekki einu sinni sjálf. Hann gerði ekki frekari tilraunir til að troða sér undir sængina en settist á rúmstokkinn og másaði í eyrað á mér. Eins og ég hata það. Halda áfram að lesa
Angurgapi
Í nótt braust einhver inn til mín og framdi skemmdarverk.
Málaði þennan líka ljóta skratta á vegginn í svefnherberginu mínu. Allavega blasir hann við og ég minnist þess ekki að hafa málað hann sjálf.
Á morgun hitti ég mann einn, prúðan, orðhagan og fríðan sýnum. Kannski kemur óþokkinn og málar hvítt yfir skrattann á meðan.
Noj!
Birta: Mér lýst ekkert á þetta! Ég vil að þú hendir þessum helvítis síma í sjóinn.
Eva: Hættu þessari vitleysu.
Birta: Vitleysu! Hann var m.a.s. búinn að eiga við hann áður.
Eva: Hann hlóð símann fyrir okkur, svo við gætum notað hann strax. Og teiknaði á hann hjarta. Ég myndi nú bara kalla það ósköp sakleysislega umhyggju. Halda áfram að lesa
Ein lítil lexía
Einhverntíma ræddum við Anna möguleikann á því að bjóða upp á aflúðunarnámskeið fyrir alla þessa góðu, greindu og skemmtilegu menn, sem sakir lúðleika síns eru ófærir um að kveikja frygðarbál í kvenmannskauti. Í alvöru talað, það er ekki nóg að vera klár og skemmtilegur. Hvort sem maðurinn er illileg Önnutýpa eða fermingardrengur að mínum smekk er vesældarlegur líkamsburður, hárbrúskar út úr nösum, illa hirt hár og tennur og sniðlaus fatnaður bara fullkomið turnoff.
Þar sem umræddir menn hafa iðulega óraunhæfar hugmyndir um eigin ómótstæðileik, og ganga aukinheldur með þá flugu í kollinum að konur sem aldrei hafa sýnt þess nokkur merki að hafa áhuga á þeim, séu frávita af ást og losta í garð þeirra, gerum við okkur ekki neina von um að aðsókn yrði næg til að svara kostnaði.
Þetta er náttúrulega fötlun.
Það er samt eitt sem ég verð, ritræpu minnar vegna að koma á framfæri, þótt ég reikni ekki með að þeir taki það til sín sem eiga það (ég álít ekki heldur að Hálslón verði tæmt aftur þótt ég finni mig knúna til að krefjast þess).
Aldrei, aldrei, aldrei, fálma másandi í klofið á konu. Það virkar EKKI.
Jæja
Sá ótrúverðugi atburður hefur nú átt sér stað að ég hef kynnst manni sem slær sjálfri mér út í túlkunargleði.
Manntafl
Ljúflingur: Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega. Halda áfram að lesa
Jú hann er til
P´tang, yang, kipperbang.
klár og vel að sér,
frjór og skemmtilegur,
faðir,
rétt innstilltur pólitískt og trúarlega,
umhverfisvænn,
með áhugaverð áhugamál,
fínn penni,
virðist glaðlyndur,
spilar á gítar
sjentilmaður í framkomu,
atvinnusaga bendir til stapilitets,
jafn sjaldgæf manngerð og ég skv Jung prófinu,
eldri en ég og SAMT SEXÝ!
Nú eru það bara smáatriðin sem ég þarf að finna út, t.d
-Er maðurinn áreiðanlega ekki alkóhólisti?
-Er maðurinn í alvöru á lausu?
-Hefur maðurinn einhvern áhuga á mér?
Hjarðsveinn…
…finnst mér fallegt orð. Vekur hugrenningar um vor og lítinn læk og hvít lömb í haga. Hjarðsveinninn er skaðlaus vera sem vill bara fá að spila á flautuna sína og það er svo sjálfsagt að maður myndi aldrei biðja um að fá hana lánaða.
Gjald fegurðarinnar
Það kostar ekki bara þjáningu að vera fögur, það kostar líka bæði tíma og peninga. Stundum þarf maður m.a.s. að vera í sæmilegu formi líkamlega og/eða andlega til að vera fær um að fremja fegrunaraðgerðir í heimahúsum. Halda áfram að lesa
Játning dagsins
Það er toppmál ef fatlaðir geta lifað því lífi sem þeir sjálfir kjósa helst. Frábært að þátttaka þeirra á öllum sviðum samfélagsins aukist jafnt og þétt.
Ég játa með ósæmilega litlum skömmustuvotti að það gleður skrattakollinn í mér að sjá fyrir mér framboðslista fatlaðra til alþingiskosninga. Þeir gætu boðið sig fram undir slagorðinu „Fleiri þroskahefta á þing“.
Þetta var ljótt. Má ekki segja svona.
og svo bara dó hún…
Ertu dáin út í bláinn…
Og hversvegna er manneskju í sjálfsvígshættu hleypt út af geðdeild fylgdarlaust?
Af því að hún var ekki drykkjusjúklingur?
Af því að hún hætti ekki að mæta í vinnu þótt henni liði djöfullega?
Af því að hún vanrækti ekki barnið sitt?
Af því að hún hætti ekki að þrífa sig?
Af því að hún öskraði ekki á athygli, hótaði ekki eða hegðaði sér eins og bjáni?
Af því að hún hlaut að vera of greind til að trúa því í alvöru að líf hennar væri ónýtt?
Af því að hún hlaut að vera of góð og tillitsöm manneskja til að gera fjölskyldunni annað eins? Halda áfram að lesa
Rassgat!
Lengi hélt ég að enginn vildi mig.
Svo áttaði ég mig á því að almennilegir menn vilja mig alveg. Það voru bara fávitarnir sem vildu mig ekki. Það var ég sem var vandamálið. Ég varð bara hrifin af fávitum og almennilegir menn eru ekkert að reyna við konur sem sjá þá ekki. Þegar ég áttaði mig á þessu fór ég að horfa á aðrar týpur. Halda áfram að lesa
Takk Þórfreður
…fyrir bókina.
Hún er yndisleg.
Þessi ódýru trix sem virka
Lærlingurinn hefur, eins og allir vel uppaldir piltar, mikið álit á kærustunni sinni. Honum finnst lítið koma til rómantískrar hugmyndaauðgi þeirra manna sem færa konum sínum blóm og súkkulaði og segist ekki hafa neina trú á því að sín heittelskaða sé nógu „grunnhyggin“ til að falla fyrir svo „ódýru trixi“. Halda áfram að lesa