Angurgapi

Í nótt braust einhver inn til mín og framdi skemmdarverk.
Málaði þennan líka ljóta skratta á vegginn í svefnherberginu mínu. Allavega blasir hann við og ég minnist þess ekki að hafa málað hann sjálf.

Á morgun hitti ég mann einn, prúðan, orðhagan og fríðan sýnum. Kannski kemur óþokkinn og málar hvítt yfir skrattann á meðan.

Best er að deila með því að afrita slóðina