Búúú!

Sumt fólk er ekki eins blint á sjálft sig og maður heldur.

-Ég fæ bara kikk út úr því þegar mér er trúað fyrir leyndarmálum, sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endrorfíni.
-Spurning um að virða þessa fínu línu milli þess að vera traustvekjandi og að leika sér að tilfinningum annarra, sagði ég.
-Fyrirgefðu. Planið var ekki að gera búúúúú sagði hann. Það er sjúkt og rangt og ég skal ekki gera það aftur.

Málið er dautt.

Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil

Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil um vanda þess að búa í menningarsamfélagi þar sem má helst ekki skrópa. Hef ekki átt við þetta vandamál að stríða sjálf en get vel ímyndað mér að það taki á samviskuna að eiga vini í hverju einasta félagi.

Annars finnst mér það erfiðasta við að búa í litlu samfélagi vera takmarkað framboð á félagsskap. Þegar ég bjó fyrir austan voru einu karmennirnir á lausu Aðalbjörn og 3 rónar. Aðalbjörn vildi mig ekki og ég er svo lélegt partídýr að ég hitti aldrei rónana. Nema einu sinni en það er önnur saga.

Svo flutti ég suður og komst að raun um að blómi og rjómi þjóðarinnar er heldur ekki hér. Kannski er hann á Trékyllisvík.

Þessi hárfína lína

Egóbústið sem þú finnur fyrir þegar fólk treystir þér fyrir sál sinni er þér nauðsynlegt, ég veit það, við erum öll svona að einhverju leyti. En þú gengur of langt. Það er hættulegur leikur að vinna hjarta mannveru sem þú ætlar ekki að skuldbindast og ef þú horfist ekki í augu við þá staðreynd að þú ert að leika þér að eldi, þá muntu skilja eftir þig sviðna jörð hvar sem þú ferð. Daður þitt við hárfínu línuna milli tilfinningalegrar skynjunar og erótískrar mun fyrr eða síðar koma þér sjálfum í vandræði að maður tali nú ekki um skaðann sem þú getur valdið á tilfinningalífi annarra. Halda áfram að lesa

Ergó

Tvennt er það sem greinir manninn frá öðrum skepnum jarðarinnar. Hið fyrra er fullkomnunaráráttan; þessi undarlega hneigð mannsins til að vera aldrei sáttur við aðstæður sínar mjög lengi. Þurfa stöðugt að bæta og breyta, stundum bara breytinganna vegna, vilja alltaf upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi, finnast meira aldrei nóg. Þetta er í senn jákvæð hneigð og neikvæð. Hún er hvati allra framfara, rót alls sem við getum kallað menningu en einnig orsök streitu, óánægju, öfundsýki og illdeilna. Halda áfram að lesa

Hjarta mitt svellur af kapítalisma

Nú eru 3 og hálft ár síðan ég ákvað að verða rík á næstu 5 árum. Á þeim tíma virtist það fjarstæðukennt. Ég hef yfirleitt ósköp litlar áhyggjur af trú annarra á því sem ég tek mér fyrir hendur svo ég var ekkert að liggja á þessu nýja áhugamáli mínu þótt ég ætti von á að orðið „óraunhæft“ ætti eftir að koma fyrir nokkuð oft í umræðunni. Sá spádómur gekk eftir, svo rækilega að þegar ég sagði Kela hvaða tölur ég vildi sjá, fékk hann ósvikið hláturskast. Halda áfram að lesa

Leyndarmál

-Áttu leyndarmál? segi ég við Elías.
-Allir eiga leyndarmál, svarar hann.
-Ég á ekki við þessi venjulegu leyndarmál sem konur segja bara einum í einu og karlar bara kærustunni sinni eða besta vininum heldur alvöru leyndarmál sem þú segir engum.
-Allir eiga eitt eða tvö svoleiðis.
-Ekki ég.
-Nú lýgurðu.
-Nei, ég lýg ekki. Ég er sögupersóna og sögupersónur eiga ekki leyndarmál.
-Viltu að ég segi þér leyndarmál?
-Já takk.
-Finnst þér þá að þú eigir meira í mér?
-Nei. Þá finnst mér eins og þú sért af mínum heimi, sögupersóna eins og ég. Sem þarf engin leyndarmál. Halda áfram að lesa

Kæri Sáli

Kæri Sáli horfði á mig samúðarfullu augnaráði og spurði hvort gæti verið að harmleikur sálar minnar ætti rætur í höfnun eða áföllum í bernsku. Ég svaraði því til að ég þekkti nú reyndar enga manneskju sem hefði ekki orðið fyrir áföllum í æsku en flestu fólki tækist nú samt, eftir rækilegan lestur á meira en 200 sjálfsræktarbókum, að plata sjálft sig til að verða ástfangið af einhverjum sem vildi eitthvað með það hafa. Halda áfram að lesa

Tölvan úr viðgerð

Tölvan mín er endurheimt! Nú veit ég hvernig karlmanni líður þegar hann fær bílprófið aftur eftir að hafa misst það í 3 mánuði. Í augnablikinu get ég ekki gert upp við mig hvort ég elska heitar; tölvuna eða þann sem læknaði hana. Ég er allavega búin að kyssa þau bæði.

Líkami minn er gáfaðri en ég

Líkami minn er gáfaðri en ég sjálf. Hann virðist allavega ætla að standa sig prýðilega í því að hafa vit fyrir mér hvað varðar val á félagsskap. Fyrst hafnar hann Manninum sem drakk ekki konuna sína frá sér heldur reið hana frá sér á fylliríi (væntanlega á þeirri forsendu að hann sé líklegri til að sýkja mig af þunglyndi en að gera mig að þjóðskáldi, þetta tvennt þarf víst ekki endilega að fara saman) og nú er hann búinn að ákveða að einn liður í viðleitni minni til að verða fallegt lík sé sá að hætta algerlega að umgangast reykingafólk. Ég get a.m.k. ekki túlkað skilaboð hans á annan veg.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta gerræði. Vildi gjarnan geta hitt annað fólk af og til án þess að hósta gengdarlaust og engjast í andnauð næstu nótt. Greind er stórlega vanmetið fyrirbæri og spurning hvort ég eigi ekki að reyna að verða mér úti um heimskari líkama.

Ryk

Sameignarryksugan er biluð og stigagangurinn orðinn -úff. Sjálf á ég enga ryksugu, bara drullusokk og hann gerir jöskuðum gólfmottum ekkert gagn. Þótt ryksuguskortsdrama mitt sé einmitt öfugt við ryksugudrama Langa Sleða finn ég til djúprar samkenndar með honum þessa dagana. Ég held nefnilega að ryksogsleysi lífs míns sé í raun táknrænt jin sem fellur nákvæmlega að hinu ryksogna jangi í lífi Sleðans. Ég er búin að biðja hann að giftast mér en hann vill það ekki. Ég skildi rökin ekki alveg en þau tengjast held ég Íslendingabók. Halda áfram að lesa

Í fréttum er þetta helst

Í fréttum er þetta helst:

Tölvan mín er veik. Með einhvern ógeðsvírus og þar sem tölvulæknirinn minn hefur, sökum félagslegara aðstæðna, takmarkað leyfi til fjarveru frá heimili sínu hef ég setið uppi með sjúklinginn alls ónothæfan síðan á mánudagskvöld.

Síðustu helgi smíðaði ég 40 vatnsnema og setti í eina þvottavél. Afleiðingarnar eru ástand. Næstu helgi verð ég á Nesjavöllum. Spurning hvort ég eigi ekki bara að panta Heiðar og co strax? Halda áfram að lesa

Búrið

Elskan mín og Ljúflingur

Allt sem þú vilt geturðu fengið, spurningin er bara þessi eilífa; hvað má það kosta? Líklega verður þetta lögmál rauði þráðurinn í ævisögu minni þegar upp er staðið.

Það er fyrst núna sem hugmyndin um að eitthvað kunni að breytast, (aðstæðurnar eða viðhorf hans eða að ég sjálf sjái skyndilega hlutina í allt öðru ljósi) vekur mér engar væntingar. Ég er komin yfir sorgina og tilbúin til að halda áfram. Kannski veit maður aldrei almennilega hversu háu verði maður er reiðubúinn að greiða hamingju sína en ég veit allavega hvað ég vil ekki. Halda áfram að lesa

Teljarinn sýnir

Teljarinn á síðunni minni gefur ýmsar bráðskemmtilegar upplýsingar. T.d. hefur einhver fundið hana með því að biðja um eitthvað „offensive“. Hann (eða hún) hefur skoðað fullt af eldgömlum færslum en einhvernveginn segir mér svo hugur um að vonir hafi staðið til að finna eitthvað svolítið meira krassandi. Halda áfram að lesa

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa

Deit

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var svona stressuð en ég var komin með munnþurrk um 5 leytið og farin að skjálfa í hnjánum kl 6. Ekki var það djúpstæður höfnunarkvíði eða óviðráðnleg eftirvænting. Frekar eins og frammistöðukvíði. Þetta stress var einkum flippað fyrir það að ég hafði reiknað með því að hann vildi ekkert við mig tala en svo þegar ég fékk það sem ég vildi -og allt á tárhreinu, fannst mér einhvernveginn eins og ég væri til sýnis fyrir hann en ekki hann fyrir mig. Halda áfram að lesa

Hollráð um sölumannstækni

Ég held að það vanti eitthvað inn í tilfinningaskalann hjá mér. Er það ekki merki um að maður sé að verða of raunvísindasinnaður þegar stefnumót verður hvorki fugl né fiskur og maður lítur svo á að enn einn vinudagurinn sé búinn og nú sé pása til morguns.

Ef maður fer heim án væntinga, án gleði ekki með neitt dramakast í farteskinu heldur og segir sjálfum sér að í allri sölumennsku megi gera ráð fyrir að fá 9 nei á móti einu jái og því sé algerlega óréttlætanlegt að fara í fýlu yfir kærastaleysi fyrr en maður er búinn að fá 9 nei, jafnvel fleiri ef duttlungafullar fyrrverandi hjásvæfur eru í úrtakinu; Halda áfram að lesa

Skírlífur, Eilífur og Saurlífur

Vinur minn Skírlífur hefur bara ekkert haft samband. Kannski heldur hann að ég sé ekki þessi eina sanna. Ojæja, hann hefur frest alveg fram á miðvikudag greyskinnið, af því að hann er yngstur og fallegastur af þessum fjórum sem fylla markhópinn.

Eilífur hringdi hinsvegar á slaginu 9:30 í gærmorgun og vildi fá að vita hversvegna hann væri í úrtakinu.
-Af því að þú tilheyrir þeim fámenna hópi einhleypra karla sem er hvorki á framfæri Félagsþjónustunnar né í sárum eftir síðasta samband, svaraði ég og það virtist falla í kramið því hann bauð mér út að borða í kvöld. Halda áfram að lesa