Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil

Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil um vanda þess að búa í menningarsamfélagi þar sem má helst ekki skrópa. Hef ekki átt við þetta vandamál að stríða sjálf en get vel ímyndað mér að það taki á samviskuna að eiga vini í hverju einasta félagi.

Annars finnst mér það erfiðasta við að búa í litlu samfélagi vera takmarkað framboð á félagsskap. Þegar ég bjó fyrir austan voru einu karmennirnir á lausu Aðalbjörn og 3 rónar. Aðalbjörn vildi mig ekki og ég er svo lélegt partídýr að ég hitti aldrei rónana. Nema einu sinni en það er önnur saga.

Svo flutti ég suður og komst að raun um að blómi og rjómi þjóðarinnar er heldur ekki hér. Kannski er hann á Trékyllisvík.

Best er að deila með því að afrita slóðina