Sælir eru einfaldir

Maðurinn er það sem hann gerir, hvað sem nútíma sálarfræði segir. Það er þessvegna sem flestum finnst gagnrýni óþægileg. Gagnrýni á verk manna, hegðun og hugsunarhátt verður alltaf að einhverju leyti persónuleg.

Skilaboðin sem samskiptagúrúar dagsins mæla með eru á þessa leið;
Mér finnst næstum allt sem þú gerir ómögulegt en ég kann samt vel við þig.
Er ekki einhver falskur tónn í þessu?

Ég bara nenni ekki að taka þátt í þessu bulli. Fólk sem breytir illa er illt fólk. Fólk sem hegðar sér eins og aumingjar er aumingjar. Og ef maður er illa innrættur aumingi eru bara tveir möguleikar í stöðunni; að halda áfram að vera skítseiði eða hætta því. Útkoman ræðst bara af gjörðum manns, ekki góðu hugarfari, einlægum vilja eða sterkum yfirlýsingum. Hugsunin er til alls fyrst en maðurinn er það sem hann gerir.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina