Sjónhverfingar 1 – varir

Samningurinn sem ég gerði við djöfulinn hérna um árið virðist vera fallinn úr gildi. Allavega er andlitið á mér farið að lafa. Krem virka ekki rassgat og þau húsráð sem ég hef séð á netinu eru bæði ótrúverðug og til þess fallin að rýra lífsgæði mín meira en eilíf æska myndi gleðja mig. Halda áfram að lesa

Lúxusvandamál dagsins

Venjulega fæ ég mér bara pínulítið nammi ef mig langar í það, þótt ég sé í feitabolluaðhaldi. Nú er ég hinsvegar í þeirri óþægilegu stöðu að vera búin að troða í mig næstum 1200 hitaeiningum og langa ekki í pínulítið nammi heldur rosalega mikið af því.

Kartöflur í staðinn fyrir rjóma

Ég þyngdist um 3 kg á 4 vikum. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir því. Bara að standa á beit allan daginn og ekki í gulrótum og gúrkum heldur konfekti og kökum. Harðfiskur með smjöri sem kvöldsnakk. Brauð með súpunni, eftirréttir með rjóma. Kjöt og sósur á hverjum degi. Ef ekki heil kjötmáltíð þá allavega flatkökur og hangikjöt. Halda áfram að lesa

Míns eigins 2012

Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.

Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn  vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa

Jólakveðja

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151197214077963&set=a.10154636544797963.1073741858.603012962&type=3&theater

Ekkert stress

Ætla hvorki að baka smákökur né senda jólakort. Einar búinn að jóla heimilið (og er hvað það varðar sami minimalistinn og ég) jólakjóllinn hreinn og ég er búin að pakka inn jólagjöfum. Af hverju í fjandanum hef ég áhyggjur af því að ég komist ekki yfir það að kaupa serviettur og eldspýtur á morgun?

Baukablæti

-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa

Gallaður kjóll

Ég skundaði götuna fast á hæla Eynari, náði andanum á meðan hann tvísté við gangbrautarljós en snaraðist svo á eftir honum þegar hann sá sér færi á að skjótast á milli vélhjóls og vörubíls. Á rauðu ljósi að sjálfsögðu. Halda áfram að lesa

Lúxusvandamál

Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa

Mávar

Eynar:  Ef ég væri mávur myndi ég sitja efst í þessum byggingarkrana og horfa yfir lendur mínar. Láta mig svo gossa niður og bera ekki fyrir mig vængi fyrr en í fimmtíu metra hæð.
Eva:  Aldrei hef ég séð máv hegða sér þannig.
Eynar:  Nei og það sýnir bara að mávar hafa ekkert hugmyndaflug.

Fráhald

Ég er í þriggja daga fráhaldi frá dólgafeminisma.

Er orðin heltekin. Sé fram á að verða jafn sjúk og klámvæðingarliðið ef ég sný mér ekki að einhverju öðru af og til. Og það er hroðalegt, því eins áhugavert og það er að lítill hópur sé að sölsa undir sig völd og áhrif út á helbert kjaftæði, þá er það mannskemmandi til lengdar að sökkva sér svona niður í það sem nálgast helst djöflafræði miðalda.

Ég er þokkalega ánægð með sjálfa mig í dag, hef ekkert opnað Sjáldrið, ekki lesið nýju kommentin á Pistlinum, samþykkti þau bara án þess að lesa (já það var pínu erfitt) og hef ekki einu sinni skrunað í gegnum umræðukerfi netmiðlana. Horfði á kvöldfréttir og búið. Afleiðingin er sú að ég komst yfir hellings vinnu í dag.

Einfalt trix

Eynar: Ég skal kenna þér trix svo þú gleymir ekki kóðanum aftur. Þú leggur bara hæstu töluna á minnið og setur hana í annað veldi.
Eva: Hvernig á það að hjálpa? Útkoman segir mér ekkert um hinar tölurnar.
Eynar: Nei en ein talan kemur tvisvar sinnum fyrir og margfeldið af tveimur tölum er jafnt þeirri þriðju.
Eva: Jahá? En af hverju ætti ég frekar að muna það en fjögurra talna streng?
Eynar: Ja það er bara einfaldara.