Greinasafn fyrir merki: skáldnornin
Allta einhver vandamál
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151961294632963
Heilræðavísa
Ef þig svíkur andans kraftur
ekki hætta, reyndu aftur.
Hugurinn ber þig hálfa leið
hitt er nám og vinna,
þér yrði eflaust gatan greið
ef gætirðu kvartað minna.
Þetta finnst mér gaman að sjá
Míns eigins 2012
Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.
Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa
Og allt varð fullkomið
Það er ekki leiðinlegt að vera ég þessa dagana. Halda áfram að lesa