Míns eigins 2012

Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.

Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn  vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa