Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit en í þetta sinn lofa sjálfri mér því að taka myndir eða sjá til þess að þær verði teknar við öll tilefni sem mig langar að muna. Það gæti jafnvel endað með því að ég læri á snjallsímann eða a.m.k. myndavélina á honum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Áramót
Afrek ársins
Helsta afrek mitt árið 2014 er það að hafa gert líkamsrækt að rútínu. Eini árangurinn sem ég sé af því er fullvissa um að allar fullyrðingar um að líkamsrækt sé ávanabindandi, og að maður fari að hafa gaman af henni þegar maður er kominn með sæmilegt úthald, eru helber lygi.
Ég hef alveg farið yfir þröskulda. Ég hef miklu betra úthald en áður og er orðin töluvert sterkari. En ég sé ekki mun á útliti mínu (og ég er eingöngu að þessu fyrir hégómann) og ég hef ekkert nákvæmlega ekkert gaman af þessu. Ég held að þessi mýta um að maður fari að hafa gaman af þessu með tímanum komi hreinlega til af því að það eru þeir sem fíla þetta sem halda áfram.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152607608407963
Áramót
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151881918852963
Lausn á lúxusvandamáli
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151880760242963
Míns eigins 2012
Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.
Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa
Kaffi fyrst?
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151209619002963
Partýið búið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151209379932963