Ég veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum. Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa
Seinbúin yfirlýsing í tilefni kvennafrídagsins
Hér með kunngjörist: Halda áfram að lesa
Hversu fast má herða að?
Það er athyglisvert að nokkrum dögum eftir að dómur fellur þess efnis að manni skuli vera refsilaust að lumbra á konu sinni, vaða inn í leggöng hennar gegn vilja hennar og taka hana kverkataki ef hann grunar hana um framhjáhald, skuli einmitt þessháttar mál leiða til manndráps. Halda áfram að lesa
Fórnarlamb eða þátttakandi?
Enn eitt málið komið upp. Enn eitt málið þar sem móðir afneitar, samþykkir, hylmir yfir eða réttlætir kynferðislega misnotkun á sínu eigin afkvæmi. Enn eitt málið þar sem þolandinn þarf ekki aðeins að kljást við brotamanninn og réttarkerfið, heldur líka fjölskyldu sína, móður sína. Halda áfram að lesa
Lögum beint gegn sjálfstæði kvenna
Ég fann alvarlega brotalöm í nýju barnalögunum. Feðrunarreglurnar ganga þvert gegn hagsmunum kvenna. Ég skil ekkert í því að femínistar hafi ekki tjáð sig neitt um þetta ennþá.
Á leið til jafnréttis?
Ættu börn að tilheyra trúfélagi? Það finnst Alþingi, í öllu flli hljóðar 2. mgr. 8. gr. laga nr. 108/1999, um skráð trúfélög svo: „Barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess.“
Ég held ég hafi verið 14 ára þegar ég áttaði mig á því, mér til mikillar undrunar, að við fæðingu er barn sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Halda áfram að lesa
Þögn er sama og samþykki
Sennilega geta flestir verið sammála um að einhver óhugnanlegustu afbrot sem framin eru, séu kynferðisbrot og önnur ofbeldisverk gegn börnum. Samfélag okkar dæmir menn sem fremja slíka glæpi hart, mun harðar en dómstólar. Halda áfram að lesa
Einsemd ætti ekki að vera feimnismál
Ég er löngu búin að koma mér upp krónisku ofnæmi gegn því viðhorfi að löngun einhleypra til að verða sér úti um maka eigi að vera feimnismál. Halda áfram að lesa
Vælið í forræðislausum feðrum
Óttalega leiðist mér vælið í forræðislausum feðrum sem halda því fram að mömmurnar banni þeim að umgangast börnin sín. Mér finnst sjálfsagt að vekja athygli á vanda þeirra feðra sem eru raunverulega hindraðir í því að vera með börnum sínum en á köflum minnir málflutningur forræðislausra feðra á baráttuaðferðir feminista. Halda áfram að lesa
Jafnrétti í reynd?
Kunningi minn hringdi í mig í fyrradag. Allt gott að frétta af honum, var á leiðinni út á land að vinna. Það kom mér nokkuð á óvart þar sem ég vissi ekki betur en að hann væri hæstánægður í vel launuðu starfi sínu í Reykjavík. Allt hefur sína skýringu; hann var nefnilega að fara í barneignafrí og fannst auðvitað tilvalið að nota tækifærið til að stunda svarta vinnu.
Ég varð hneyksluð og hreytti einhverju í hann um misnotkun á almannafé og rétti barnsins til að hafa hann heima. Hann svaraði að bragði að þetta fyrirkomulag hentaði öllum. Móðirin færi á atvinnuleysisbætur, sem væru svipaðar og launin sem hún gæti haft enda vonlaust að nokkur réði einstæða móður með ungbarn í vinnu nema hún sýndi starfinu sérstakan áhuga. Barnið hefði móður sína heima en sjálfur hefði hann hvorki vit á smábörnum né áhuga á að vera stöðugt með þeim. Hann sjálfur hefði hærri tekjur en áður (með skattsvikum) og orlofið hans yrði lagt inn á bankareiking handa barninu. Allir glaðir!
Í gær kom svo fram í Fréttablaðinu að 1 kona af hverjum 100 fengi hálfa milljón í fæðingarorlof, hins vegar næði 1 karl af hverjum 11 þessari upphæð. Svona er nú jafnréttið í reynd: til að tryggja barninu mínu myndarlega innistæðu á bankabók þarf ég ekkert að gera nema finna því pabba sem hefur ekki sérstakan áhuga á ungbörnum og sætta mig við launamun kynjanna.
——————
Þennan pistil birti ég fyrst á annál 17. júní 2003. Í dag er ég nokkuð viss um að launamunur kynjanna skýrist miklu fremur af ólíku vali kynjanna en af kerfisbundinni mismunun. Ég vil að umönnunarstörf og önnur láglaunastörf séu metin að verðleikum. Mér finnst þó allt í lagi að konur séu körlum líklegri til að vinna hlutastörf og fáránlegt að yfirvöld séu að skipta sér af því hvernig fólk skiptir fæðingarorlofi á milli sín.