Hversu fast má herða að?

domesticviolence2

Það er athyglisvert að nokkrum dögum eftir að dómur fellur þess efnis að manni skuli vera refsilaust að lumbra á konu sinni, vaða inn í leggöng hennar gegn vilja hennar og taka hana kverkataki ef hann grunar hana um framhjáhald, skuli einmitt þessháttar mál leiða til manndráps.

Nú fáum við bráðum að sjá hvort mönnum er bara heimilt að berja konu til tryggðar eða hvort þeir mega ganga alla leið og losa sig við tæfuna í eitt skipti fyrir öll. Kannski þeir megi það ef þeir verða ógurlega reiðir því eins og segir í dómnum yfir Kjartani Ólafssyni:

í þessu tilviki leggur ákærður hendur á kæranda í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kæramdi kunni að hafa valdið því.

 

Í dómsorðinu kemur fram að við þá ákvörðun að fresta ákvörðun refsingar sé litið til þess hversu sein konan var til að kæra og að málið blandist forræðisdeilu. Það leið ein vika þar til hún lagði fram kæru, ein vika.

Ég legg til að Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari taki að sér að útskýra fyrir börnum Sæunnar Pálsdóttur hvers vegna mamma þeirra er dáin og hver það var sem sagði pabba þeirra og öðrum ofbeldismönnum að kona sem hegðar sér illa geti sjálfri sér um kennt ef karlinn herðir að hálsi hennar.

—–

Uppfært:  Dómur Guðmundar L. Jóhannessonar yfir Kjartani er hér: S0923-04.dom-1   Við áfrýjun dæmdi hæstiréttur Kjartan til þriggja mánaða fangelsisvistar og var dómurinn skilorðsbundinn til þriggja ára.

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Hversu fast má herða að?

 1. ——————————————————————–

  Torfi @ 02/11 16.04

  Er ekki best að láta þetta kjurrt liggja, Eva? Þetta er tragedía sem ekki er til þess fallin að draga inn í umræðuna um samskipti kynjanna.
  Sama á auðvitað við ef kona drepur karl, hvort sem það er í afbrýðiskasti eða ekki.

  Eva @ 02/11 16.39

  Þú virðist almennt eiga frekar erfitt með að átta þig á áherslunum hjá mér Torfi. Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig er mögulegt að túlka þessa færslu sem umræðu um samskipti kynjanna, ekki frekar en pistilinn sem ég skrifaði um daginn um sinnuleysi gagnvart þátttöku mæðra í afbrotum gagnvart börnum. Í þetta sinn er ég að benda á ábyrgðarhluta dómara sem hefur tekið þátt í því að senda þau skilaboð út í samfélagið að ofbeldi sé réttlætanlegt. Óska eftir umræðu um það en ekki samskipti kynjanna.

  Matti Á. @ 02/11 18.04

  Er ekki frekar ólíklegt að þessi náungi sem myrti konuna sína í nótt hafi haft nýlegan dóm Héraðsdóms í huga meðan hann framdi verknaðinn?

  Ég held að þessi “skilaboð út í samfélagið” séu í raun ekki til – eða hafið þið orðið vör við breytt viðhorf til ofbeldis gagnvart kvenfólki eftir að dómurinn féll? Ekki ég.

  Þessir atburðir tengjast ekki á nokkurn hátt. Þeir áttu sér bara stað á svipuðum stað með stuttu millibili.

  Sveinbjörn Kristinn @ 02/11 22.24

  Eva mér finnst þetta fáranleg færsla/skrif:

  Titill:”Hversu fast má herða að”
  “Nú fáum við bráðum að sjá hvort mönnum er bara heimilt að berja konu til tryggðar eða hvort þeir mega ganga alla leið og losa sig við tæfuna í eitt skipti fyrir öll”

  Í fyrsta lagi vitum við ekkert um málavöxtu, hver hélt framhjá hverjum, aðeins talað um afbrýði. Við vitum ekkert um andlegt ástand morðingjans. Væri ásættanlegt að dæma manninn í 30 ára fangelsi, hvernig á þá að dæma þaulskipulagt morð?(að vísu er ekki mögulegt að dæma mann í 30 ára fangelsi, held ég)

  Nýlega myrti móðir barnið sitt í Reykjavík, hvaða skilaboð vilt þú að dómarar sendi landsmönnum í því máli??

  Ég vona að ættingjar hinna látnu lesi ekki þessa pistla. Heiti þessa pistils er hrikalegur, Eva. Ég sting upp á að þú fjarlægir allar færslur í þessu máli af netinu.

  Sveinbjörn Kristinn @ 02/11 22.29

  Í lokasetningu stendur: “Heiti þessa pistils er hrikalegur, Eva” – á að vera,
  titill þessa pistils er ömulegur!!

  Eva @ 03/11 00.21

  Nei Matti, ég held ekki að maðurinn sem um ræðir hafi “haft nýlegan dóm Héraðsdóms í huga”, allavega ekki meðvitað. Það breytir því ekki að dómar móta viðhorf og það fremur svona kaldhæðnislegt að 2 dögum eftir táknræna minningarathöfn sem haldin var vegna þessa slysadóms, skuli raunverulegir syrgjendur gráta dauða raunverulegrar konu.

  Og Sveinbjörn; þau skilaboð sem ég vil að dómarar sendi út í samfélagið í öllum ofbeldismálum eru þau að ofbeldi verði ekki umborið. Rétt, við vitum ekkert um málavöxtu og þú ert mér vonandi sammála um að ofbeldi, hvað þá ofbeldi sem dregur manneskju til dauða, sé í eðli sínu óréttmætt, hvert sem tilefnið kann að vera.

  Já, er það ekki “ömurlegt” að við skulum raunverulega standa frammi fyrir því að þurfa að spyrja “hveru fast má herða að?” Væri ekki betra ef það væri bara á hreinu að menn mega alls ekki herða að öndunarvegi annars fólks? Eða er bara ömurlegt að einhver skuli voga sér að tala um þá skömm að það sé ekki á hreinu?

  Helga @ 03/11 11.08

  Ofbeldi er einkamál þeirra sem framkvæma það og þeirra sem verða fyrir því svo fólk á bara ekkert með að vera að blaðra um þetta enda aldrei hægt að vita hvað gerðist og hverjum var um að kenna. Konur sem væla um að hafa verið beittar ofbeldi eru yfir höfuð eitthvað skrítnar eða hafa hreinlega unnið til þess að vera lamdar sjálfar (menn eru nú eðlilega blóðheitir). Alvöru þolendur ofbeldis þekkja reglurnar og steinhalda sér saman í stað þess að væla í lögreglu eða sýslumönnum eða einhverjum nefndum yfirvalda, það gera bara sjálfselskir vitleysingar og skítapakk með athyglisýki. Eina ástæðan fyrir að þetta mál kom í blöðunum var sú að þetta atvik gekk ögn of langt og leiddi til dauða. Hlýðum körlunum. Virðum reglurnar og verum ekkert að blaðra um ofbeldi og önnur einkamál því það er ömurlegt.

  Helga @ 03/11 11.18

  Já og Matti! Auðvitað breytti dómurinn ekki viðhorfi fólks en hann endurspeglar gildandi viðhorf og staðfestir það.
  Kerlingar eins og ég þurfa stöðugt að minna sig á þetta gildandi viðhorf og að því verði ekki haggað, því les ég upp á hverjum morgni, fyrir framan spegilinn og brosi blítt, textann sem ég sló inn hér að ofan.

  Matti Á. @ 03/11 11.28

  en hann endurspeglar gildandi viðhorf og staðfestir það.
  Hann gerir alls ekki, þetta er kjaftæði.

  Bestu rökin fyrir því eru viðbrögðin við dómnum, langflestir eru yfir sig hneykslaðir. Það hljóta að vera gildandi viðhorf. Eða hverjir hafa fagnað dómnum?

  Dómurinn endurspeglar ekki neitt annað en álit dómara í þessu máli útfrá gögnum málsins.

  Lítum ekki hjá því að maðurinn í því máli var dæmdur sekur. Flestir eru aftur á móti á því að hann hefði átt að fá harðari refsingu.

  Umræðan um harðari dóma fyrir ofbeldisglæpi er allt annars eðlis, en það er út í hött að tala um að með dómi hérarsdóms hafi ofbeldismönnum verið gefið veiðileyfi á konur.

  Helga @ 03/11 12.24

  Menn eru nánast aldrei sóttir til saka fyrir heimilisofbeldi en sé það gert og þeir fundnir sekir eru dómarnir mjög vægir. Lögregla tekur helst ekki við kæru vegna heimilisofbeldis heldur tala þeir um fyrir þolendum, segja að málið sé einkamál og muni að öllum líkindum falla niður. Þetta hafa flestar þær konur reynt sem kallað hafa eftir lögreglu sjálfar eða fengið lögregluaðstoð vegna röggsamra nágranna.
  Matti! Ertu að segja að viðhorf dómstóla sé algjörlega úr takt við fólkið í landinu. Hvernig má það vera? Er fólkið í dómskerfinu okkar svona rosalega ólíkt okkur hinum og finnst okkur hinum það eðlilegt að þeir starfi gegn því sem okkur finnst rétt og eðlilegt?
  Þú bentir réttilega á að ekki eru allir sáttir en það eru nú samt nægilega margir sáttir til að viðhalda status quoe í þessum málum. Þessi nýfallni dómur er ekkert sá fyrsti sem sendir út þessi skilaboð um heimilisofbeldi. Ef þú hefur rétt fyrir þér að langflestir séu yfir sig hneykslaðir þá er kannski breytinga að vænta.

  Matti Á. @ 03/11 13.49

  Ertu að segja að viðhorf dómstóla sé algjörlega úr takt við fólkið í landinu.
  Já, það er nokkuð augljóst í þessu tiltekna máli.

  Er fólkið í dómskerfinu okkar svona rosalega ólíkt okkur hinum
  Fólkið í dómskerfinu þarf að fara eftir gildandi lögum.

  finnst okkur hinum það eðlilegt að þeir starfi gegn því sem okkur finnst rétt og eðlilegt?
  Tja, það þarf að breyta lögum, þetta er fyrst og fremst pólitískt mál. En svo er spurning hversu mikil áhrif meirihlutinn á að hafa á dómsvalið. Ég gæti talið upp ótal atriði til að færa rök fyrir því að þau áhrif eigi að vera lítil. Umræðan um dauðarefsingar er tildæmis öll í þessum dúr.

  Helga @ 03/11 14.35

  Fólkið í dómskerfinu þarf að fara eftir gildandi lögum segir þú og hlýtur að vera satt. Ég held samt ekki að lögin hafi komið í veg fyrir að refsað yrði í þessu máli sem við höfum verið að tala um.
  Lögin eru ekkert skýr um að ekki skuli refsa manni fyrir heimilisofbeldi ef sýnt þyki að konan espi hann upp eða hafi átt áverka sína skilið. Þetta hlýtur að vera túlkunaratriði.

  Ég held að mörg lagaákvæði séu til sem aldrei eru notuð en mér finnst samt sennilegt að breyta þurfi lögunum eins og þú segir. Hugsanlega þarf að setja inn einhver sérákvæði eða frekari skýringar sem taka til heimilisofbeldis. Ég held að hingað til hafi þessum málaflokki verið kastað fram og tilbaka milli félagsmálabatterísins og dómsmálabatterísins og hvorugt vill almennilega kannast við að þetta eigi heima hjá sér.

  Ég held að aðal vandamálið við dómsmeðferð hljóti að vera feluleikurinn sem á sér stað í kringum heimilisofbeldi, gerandi og oft þolandi leyna ofbeldinu og það torveldar alla rannsókn.

  Ólöf I. Davíðsdóttir @ 03/11 15.59

  Hvernig skyldu mál ganga fyrir sig hjá lögreglu og dómstólum þegar einhver misþyrmir gestum á heimili sínu? Er gestum sagt að það þýði ekki að kæra? Hvað er gesturinn er laminn úti á gangstétt? Eða ef eiginkonan er lamin úti á gangstétt? Helgast einkamál af tengslum geranda og þolanda? Er heppilegra að vera laminn af ókunnugum?

  Ólöf I. Davíðsdóttir @ 03/11 16.00

  Hvenær lemur maður mann og hvenær lemur maður ekki mann?

  Eva @ 03/11 17.12

  Auðvitað gilda sömu lög inni á heimilum fólks og annarsstaðar. Ég held að það sé rétt hjá Matta að dómurinn (sem hljóðar upp á að þótt maðurinn sé sannanlega sekur hafi konan bara átt það skilið að vera lamin) endurspegli ekki viðhorf almennings. Ekki frekar en vægir dómar í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum.

  Vandinn er sá að dómskerfið virðist ekki vera í tengslum við Ísland árið 2004. Flestir hafa andúð á ofbeldi en ég er hrædd um að léttúð dómara gagnvart ofbeldismálum muni auka umburðarlyndi landans gagnvart því.

  Gunný @ 03/11 17.35

  Er ekki viss um að um léttúð sé að ræða. Hallast fremur að því sem Matti segir og held að oft sé um tæknileg atriði í útfærslu dómkerfisins að ræða sem hefur sáralítið að gera með tilfinningar. Má enda búast við að framfarir í reglugerðum sem varða niðurlægingu fólks, ofbeldi og afmáun komi ekki nema með næmu fólki sem hefur burði, hæfni og hugrekki til að hafa djúpstæð áhrif á lagabókstafinn. Það eru örugglega frekar hvítir hrafnar…þó þeim gæti auðvitað fjölgað ef þeim yrði borgað vel:-)

  Sigga @ 03/11 19.02

  Það er rétt að við höfum ekki sannanir fyrir því að dómurinn frægi hafi haft áhrif á seinna málið. Hitt er víst að það er grafalvarlegt að senda svona skilaboð út í samfélagið. Ég hef lesið um það skýrslur frá mörgum löndum að í hvert skipti sem það verður áberandi í fjölmiðlum að menn séu sýknaðir eða fái væga dóma í heimilisofbeldismálum aukist fjöldi kvenna í athvörfum. Auk þess hef ég reynt þetta á eigin skinni fyrir fjölda mörgum árum. Svona skilaboð virka sem staðfesting á að það sé í lagi að beita ofbeldi. Lagaumhverfi hér á landi er mjög loðið hvað varðar heimilisofbeldi. Í mörgum löndum er það t.d. skylda þeirra sem verða vitni að heimilsofbeldi að tilkynna það.

  Gunný @ 03/11 20.58

  Einmitt. Sögðu skýrslurnar eitthvað um það hvort auglýsing málsins hefði hugsanlega verkað þannig á fjölda athvarfanna að þær urðu þess megnugar að rjúfa þögnina og leita sér hælis?

  Ég held að allir snertipunktar sem segja ÞÚ ERT EKKI EIN/EINN valdi því að fólk prófar leiðir sem því hugkvæmdist ekki áður.

  Torfi @ 03/11 21.54

  Smá innlegg í umræðuna um heimilisofbeldi. Í Dagens Nyheter i dag er frétt um ofbeldi kvenna á heimilum og hvernig það er þaggað niður, jafnt af pólitíkusum og fræðimönnum. Tilefni fréttarinnar var fyrirhuguð rannsókn tveggja kvenstúdenta sem vildu rannsaka þessa hlið heimilisofbeldis en fengu synjun lengi vel.
  Nýlega fékk kona í Svíþjóð þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að drepa mann sinn með hnífi. Ástæðan var afbrýðisemi, ekki ofbeldi eða átök. Til er statistík um að heimilisofbeldi kvenna hafi aukist á undanförnum árum. Getur ástæðan verið sú að dómskerfið tekur svo vægt á ofbeldi kvenna? Slíkt ofbeldi er einnig mun meira falið en ofbeldi karla.
  Sem sé: “Hér hvílir Jón Sveinsson. Hann gerði hana reiða.”

  Sjá

  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=531&a=339167&previousRenderType=2

  Gunný @ 03/11 22.43

  Æi Torfi. AUÐVITAÐ er ofbeldi alltaf þaggað niður hist og her og alls staðar af því það er óþægilegt mál. EN konur eru alveg ÖRUGGLEGA ekki jafn viljugar og karlar að BREIÐA YFIR ÞAÐ hvaðan sem það kemur…alveg sama hvernig þú másar. KONUR eru minnihlutahópur til margra alda…og fólk sem er svona gasalega fallega og flott og fágað til VINSTRI á að vita þetta.

  Eva @ 03/11 22.44

  Ég efast ekki um að það er margt órannsakað í þessum efnum Torfi og ég ætla rétt að vona að enginn skilji pistilinn minn sem yfirlýsingu um að karlar séu almennt ofbeldismenn eða að aðeins karlar beiti ofbeldi. Það sem fer fyrir brjóstið á mér er að íslenska dómskerfið virðist almennt taka vægar á ofbeldismálum en öðrum málaflokkum.

  Sveinbjörn Kristinn @ 03/11 23.05

  Eva segir að erindi sitt í þessum færslum sé að vekja athygli á, hve íslenska dómskerfið virðist taka vægt á ofbeldismálum – og hún gerir ítrekað tilraunir til að beina umræðunni inn á þá braut, þó vissulega sé ég ósáttur við fyrstu færslu Evu,vil ég vekja athygli á þessu.

  Mér virðist umræðan snúast um allt annað. Hér ber mest á öfgafullum kvenn-fasisma.

  Gunný @ 03/11 23.18

  Dísus kræst. Sem ég nefni nú ekkioft á þessum annál af því ég er sammála Binna: Trúleysingjar á annál og Íslandi eru ótrúlega íslenskt fólk…veit allt um hæfni sína og ekkert um ranveruna:-)

  En að við séum kvenfasistar …..well…..i think that makes you a really sad guy:-)

  Sveinbjörn Kristinn @ 03/11 23.21

  Varðandi heimilisofbeldi, þá hef ég trú á að alkóhólismi spila þar OFT stórt hlutverk.

  Sjúkleiki einkennir heimilislíf fjölskyldu sem þjáð er af alkóhólisma einstakra heimilismanna. Eitt einkennið er að fjölskyldan stendur saman (eðlilega), en í þessu tilelli stendur hún saman og heldur utan um og verndar sjúkt fjölskyldulíf (þar með talið ofbeldi), hún einangrast, leyndarmálunum fjölgar, mikil skömm o.s.fr.
  Og rótin að þessari þróun er í áfengissýkinni (hér ætti ekki að þurfa að minna á að karlmenn jafnt sem kvennmenn verða alkólistar, læt það samt flakka!)

  Sveinbjörn Kristinn @ 03/11 23.34

  Gunný segir:
  “En að við séum kvenfasistar …..well…..i think that makes you a really sad guy:-)”

  Takk Gunný, einusinni þótti mér svo fallegt að vera “sad”, en ekki lengur. Þú mættir alveg splæsa ástkæra ylhæýra á mig, ég þoli alveg að vera kallaður “sorglegur gaur”

  – það er líklega af því að ég er ekki lengur svona “fólk sem er svo gasalega fallegt og flott og fágað til VINSTRI”

  Bendi einnig á að ég sagði ekki að hér væru kvennfasistar áberandi, heldur ÖFGAFULLIR KVENNFASISTAR.

  Binni @ 03/11 23.59

  Heimilisofbeldi hefur talsvert verið rannsakað þó að sú niðurstöðurnar hafi lítt verið kynntar Íslendingum. Nú er t.d. viðurkennt í Bandaríkjunum að áfengis- eða vímuefnaneysla er aldrei orsök ofbeldisverknaðar. Karlmenn sem misþyrma konum sínum undir áhrifum áfengis eru líka kunnir að misþyrmingum þegar þeir eru ekki að drekka. Rannsókn frá 1986 (sic!) leiddi í ljós að flestir alkóhólistar láta ógert að berja eiginkonu sína og að meirihluti þeirra sem misþyrma konum sínum greinast ekki alkóhólistar! Sannleikurinn er sá, að alkóhólistar sem misþyrma konum sínum eiga við tvenns konar vandamál að stríða: ofneyslu áfengis og ofbeldishneigð gagnvart konum.

  Binni @ 04/11 00.00

  Og meira um tölfræði: Í Bandaríkjunum eru meiðsl fullorðinna kvenna flest rakin til ofbeldishneigðra karlmanna. Konur eru í sexfalt meiri hættu að verða fyrir barðinu á líkamlegu ofbeldi maka en karlar. Konu er misþyrmt á heimili sínu á 15 sekúndna fresti í Bandaríkjunum. Áætlað er að yfir 4 milljónir kvenna verði fyrir heimilisofbeldi á ári hverju þar vestra. Og kannanir hafa leitt í ljós að konum stafar meiri hætta af misþyrmingum, nauðgunum eða lífláti af hálfu maka sinna en annarra árásarmanna! Yfir 40% heimilislausra kvenna og barna í God’s Country (USA) eru á flótta undan ofbeldi. Andlit og brjóst eru líklegustu staðir kvenlíkamans til þess að verða misþyrmt, en kviðarholið hefur vinninginn hjá ófrískum konum!

  Binni @ 04/11 00.04

  Allir upplýstir karlmenn ættu að vita að hjónabandið er ekki öruggur staður fyrir konur, ekki frekar en göturnar í Kabúl!

  Sveinbjörn Kristinn @ 04/11 00.26

  Binni segir: “Karlmenn sem misþyrma konum sínum undir áhrifum áfengis eru líka kunnir að misþyrmingum þegar þeir eru ekki að drekka”
  Þetta segir ekki eitt, né neitt, því karlmaður sem er alki hann er einnig alki þó hann sé ódrukkinn. Það eru svo margar ransóknir og það eru margar ransóknirnar – ein ransókn segir ekki allan sannleikann um þessi mál. T.d. að “meirihlut þeirra sem sem misþyrma konum greinist ekki sem alkóhólistar” – þá þarf maður að vita hverjir gera þá greiningu og hvernig staðið er að henni. Þessir fræðingar sem þú vitnar í Binni myndu sjálfsagt sundurgreina allt milli himinns og jarðar, t.d. er það á flestra vitorði að mikill meirihluti fanga á Litla Hrauni eru fíklar og alkóhólistar (ekki eingöngu vegna fíkniefnadreifingar). Vín og önnur vímuefni koma við sögu í mörgum glæpum á Íslandi. Ég hef engar tölur til að bakka þetta upp, hef ekki aðgang að þeim núna – þær mætti sjálfsagt finna.

  Binni @ 04/11 00.53

  Í skýrslu dóms- og kirkjumálaráðherra frá árinu 1997 kemur skýrt fram að gerandi í heimilisofbeldi og jafnvel þolandi hefur oftast neytt áfengis. Það breytir því samt ekki að það er varasamt að túlka áfengisneyslu sem orsök ofbeldis. Áfengisneysla er fylgifiskur ofbeldis.

  Það er vissulega rétt hjá þér, Sveinbjörn Kristinn, að alkóhólisti er alki þótt hann sé ódrukkinn. En alkóhólisti sem hefur öðlast sæmilegan bata réttlætir ekki hegðun sína með ölvun.

  Matti Á. @ 04/11 09.06

  Dísus kræst. Sem ég nefni nú ekkioft á þessum annál af því ég er sammála Binna: Trúleysingjar á annál og Íslandi eru ótrúlega íslenskt fólk…veit allt um hæfni sína og ekkert um ranveruna:-)

  En að við séum kvenfasistar …..well…..i think that makes you a really sad guy:-)
  Sveinbjörn Kristinn tengist okkur trúleysingjum á annál ekki á nokkrun hátt, að því ég best veit. Hann má leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.

  Þessi athugasemd er því afskaplega undarleg. Nei, fyrirgefðu, stórfurðuleg. Trúleysi kemur þessari umræðu ekkert við.

  Matti Á. @ 04/11 09.09

  “trúleysingjum á annál”

  Trúleysingum á Vantrú átti þetta að sjálfsögðu að vera, en hitt er þó líka rétt, því Binni var að hrauna yfir okkur trúleysingjana sem tökum þátt í umræðu hér á annálum.

  Heiða Sk @ 04/11 11.25

  Lög eru lög. Aðstæður á vettvangi glæps, ástand geranda og þolenda og annað er aðeins til hliðsjónar. Brotið er skýrt og refsiramminn skýr. Aðstæður eiga aldrei að hafa úrslitaáhrif á dóm. Brotið sjálft á að liggja til grundvallar.

  Helga @ 04/11 12.40

  Lög eru lög en tengsl geranda og þolenda skipta þó miklu máli í ofbeldismálum og sjálfsagt öðrum málum líka. Fólk til dæmis sem spilar á einmanaleika annarra, koma sér í stöðu elskhuga aðeins til að svíkja fé eru sjaldnast dregnir fyrir dóm eins og þeir sem nota annars konar skema til að ná í pening á óheiðarlegan hátt. Samt er þetta ótrúlega algengt fyrirbæri.
  Lög ná ekki yfir alla siðleysu. Heimilisofbeldi og fjársvik eru kannski á þessu gráa svæði þar sem dómstólar ná ekki til og það virðist alltaf vera til fólk sem heldur sig þar.

  Gunný @ 04/11 16.56

  Nei, trúleysingjum á annál. Ég fylgist ekki með vantrú lengur. Myndi sjálf guðlaus ekki hafa áhuga á að stunda þá tegund af samskiptum sem þú kallar svo fallega samræður. 🙂

  En það er auðvitað rétt að trúleysi kemur málinu ekkert við.

  Annars var ég í örgu skapi í gærkvöldi og fékk smá útrás hér á annál. Fjarskalega óskynsamlegt en mér leiddist ekki á meðan:-)

  Matti Á. @ 04/11 17.27

  Myndi sjálf guðlaus ekki hafa áhuga á að stunda þá tegund af samskiptum sem þú kallar svo fallega samræður. 🙂
  Æi, éttu skít. (athugasemd bíður ritskoðunar)

  Eva @ 04/11 18.49

  Ekki ætla ég að taka þá ritskoðun að mér Matti enda tel ég að fólk eigi sjálft að standa eða falla með sínum ummælum og meta hvort ástæða sé til að biðjast afsökunar eður ei.

  Mér þætti hins vegar vænt um ef þeir sem vilja karpa um trúmál eða hæfni viðmælenda til að halda uppi malefnalegri umræðu um trúmál, velji frekar þær færslur sem tengjast því á einhvern hátt.

  Sveinbjörn Kristinn @ 04/11 19.20

  Alveg rétt hjá Matta Á, ég tengist alls ekki trúleysingjum á Vantrú. Ég trúi á Guð faðir, Soninn og Heilagan anda, sem sagt kristinn.

  Gunný @ 05/11 14.09

  Alveg sammála Evu. Þetta var utanvegar hjá málstað hennar. Og svo er allt í lagi þó þú segir mér að éta skít Matti minn….ég geri það vúslega fyrir málstað sem skiptir mig nákvæmlega engu máli:-)

  Gunný @ 05/11 14.10

  fúslega átti þetta að vera

  Gunný @ 05/11 14.15

  LOL Já og ef þú Sveinbjörn trúir á Guð Faðir þá finnst mér þú eigir að ljá honum þolfall Íslendinga og trúa á Guð Föður:-) Með vinsemd og virðingu:-)

  Torfi @ 05/11 15.25

  Mitt í þessu karpi er þörf á einhverju til að létta lundina.
  Hér er skondin skýring á því hvernig Bush tókst að vinna forsetakosningarnar nýafstöðnu í USA:

  Sjá http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1173

  Sveinbjörn Kristinn @ 06/11 12.56

  Gunný, já -takk fyrir, fínt:)

  – vil endileg trúa þannig…:)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *