Bloggari sem ég les reglulega sagði frá því fyrir 1-2 árum að móðir hennar hefði orðið fyrir slysi og misst höndina. Við fengum svo að fylgjast með því hvernig þeirri konu vegnaði. Halda áfram að lesa
Feminismus
Pilturinn bauðst til að bera pokana fyrir mig og ég þáði það. Lét þakklæti mitt í ljós og hafði á orði að fáir íslenskir karlmenn skildu gildi þess að sýna herramennsku.
-Ég skil það heldur ekkert, sagði pilturinn, ég geri þetta bara af því að ég skora svo mörg stig með því og það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.
Halda áfram að lesa
Viltu sjá rassinn á mér?
Ísraelski herinn notar kynþokkafullar konur til að bæta ímynd sína.
Ástralski herinn greiðir brjóstastækkanir fyrir hermenn.
Ég reikna fastlega með að femínistar taki brátt til við safna í bálköst fyrir mig en mér finnst þetta æðislegt! Halda áfram að lesa
Syndaregistur
Því betur sem ég kynnist heiminum, finnst mér trú og trúmenn vera stærra samfélagsvandamál. Á okkar frelsistímum er samt sem áður varla hægt að hreyfa sig án þess að Gvuð reki fokkjúputtann upp í rassgatið á manni. Heimsvaldastefnan byggir á trúhneigð almúgans og hinn langi fingur Gvuðs er ennþá, á Íslandi árið 2007 að pota í kynhegðun okkar.
Svo fagurt klof
Ég hef löngum dáðst að þeirri ráðsnilld að banna einkadans á sama tíma og vændi er lögleitt en forsendur bannsins eru væntanlega þær að þess kyns stríplirí gæti leitt af sér löglegt athæfi. Tvískinnungurinn virðist ekki eiga sér nein landamæri þegar kyn og klám er annars vegar. Halda áfram að lesa
Tilfinningaklám
Ég hef oft heyrt það viðhorf að klámmyndaáhorf sé skaðlegt og þá einkum ungum karlmönnum, þar sem sú mynd sem dregin er upp af samskiptum kynjanna í slíkum kvikmyndum sé fjarri veruleikanum og ali af sér kvenfyrirlitningu og röng viðhorf til kynlífs.
Hóran er komin!
Hvað eiga þjóðhöfðingjar, kvikmyndastjörnur, mótmælendur og vændiskonur sameiginlegt? Halda áfram að lesa
Loðinn femínismi
Mér skilst að klofháratæting sé einkar andfeminiskur verknaður. Svona eitthvað í líkingu við að reyra fætur ómálga barna. Með því að fjarlægja kynhár séu konur að reyna að líkjast smástelpum en það ku víst verka einkar vel á karlpeninginn. Líklega er hrifning mín á skegglausum körlum á sama hátt merki um dulvitaða barnagirnd. Halda áfram að lesa
Er ekki árið 2007?
Eins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.
Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.
Er klofið á mér vísun í barnaklám?
Þegar almenningur vaknar til vitundar um skaðleg skilaboð fjölmiðla, er jafnan stutt í móðursýkina. Í gærkvöld hitti ég nokkrar ágætar konur á kaffihúsi og haldið ekki að klámvæðingin ógurlega hafi borist í tal. Við vorum allar sammála um að barnaklám væri ógeðfelld hugmynd en hinsvegar sýndist sitt hverri um hvað ætti að skilgreinast sem barnaklám. Af öllum þeim staðhæfingum sem komu fram um klám og kynlífsvæðingu, dreg þó mest í efa þá athyglisverðu hugmynd að það sé „vísun í barnaklám“ að fjarlægja kynhár.