Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum

LustÍ umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.

Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa

Mella eða maddama

siv

Ætlast menn virkilega til þess að ósmekkleg pólitík geti af sér smekklegan húmor?

Vændi verður víst seint talið fínt. Skírlífi var fundið upp til þess að tryggja ríkum körlum og voldugum einkaaðgang að konum og sú hugmynd að kona sem á kynferðislegt samneyti við marga menn sé skítug og óheiðarleg virðist ódrepandi þrátt fyrir breytta afstöðu til eignarhalds karla á konum. Verstar eru þó þær druslur sem hafa tekjur af lauslæti sínu. Það þykir mun verra að græða á kynferðislegu aðdráttarafli en félagslegri stöðu sinni, fjölskyldutengslum, pólitískum tengslum o.s.frv. enda hafa karlar í gegnum tíðina notað þær aðferðir sér til framdráttar. Halda áfram að lesa

Og þegar umræðan um ógeðskallana heldur áfram …

…bara svo það sé á hreinu, þá fer ég ekki fram á öfgalausa umræðu. Öfgar eru ekkert slæmar í sjálfu sér. Öfgar eru einfaldlega það sem víkur frá norminu. Öll réttlætisbarátta er álitin öfgafull þar til markmiðinu er náð. Á sínum tíma þótti það fremur öfgakennd hugmynd að konur hefðu eitthvað með kosningarétt að gera og það þurfti öllu róttækari aðgerðir en útifundi og ljóðalestur til að ná þeim merka áfanga.

Halda áfram að lesa

Mikið fer þessi umræða í taugarnar á mér

mbl.is Sigur kvenna og samkynhneigðra

Hvaða andskotans máli skiptir það hverjum forsætisráðherra sefur hjá og hvort hann er með typpi eða píku? Af hverju í fjáranum hafa fjölmiðlar meiri áhuga á kynferði og einkalífi stjórnmálamanna en þeim ákvörðunum sem þeir taka fyrir hönd fjöldans?Einhversstaðar las ég að aðilar í ferðaþjónustunni hefðu hug á að makaðssetja landið fyrir samkynhneigða!  Halda áfram að lesa

Loðinn femínismi

píkaMér skilst að klofháratæting sé einkar andfeminiskur verknaður. Svona eitthvað í líkingu við að reyra fætur ómálga barna. Með því að fjarlægja kynhár séu konur að reyna að líkjast smástelpum en það ku víst verka einkar vel á karlpeninginn. Líklega er hrifning mín á skegglausum körlum á sama hátt merki um dulvitaða barnagirnd. Halda áfram að lesa