Í gærkvöld og dag hef ég séð þessari mynd dreift á Snjáldrinu. Mynd sem í fljótu bragði lítur út fyrir að sýna tölfræðilegar staðreyndir en er þó ekkert annað en áróðursmynd sem er ætlað að telja áhorfandanum trú um: Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Skyggnulýsing 1
Nýverið frétti ég að skrif mín væru til umfjöllunar við kynjafræðina í HÍ. Ég varð að vonum afskaplega ánægð með að heyra að kennslan byði upp á fleiri sjónarhorn á dólgafeminisma en eitt allsherjar Halleljújah en þar sem ég hef ekki séð annað en fúsk frá svokölluðum kynjafræðingum, langaði mig að fá að skoða glærur sem notaðar eru við kennsluna. Gyða Margrét Pétursdóttir hafnaði þeirri beiðni með þeim rökum að glærurnar væru nemendaverkefni. Halda áfram að lesa
Að taka á ofbeldi í eigin röðum
Í dag ætla ég að kenna ykkur að skapa réttarkerfi. Eða ekki.
Ég þekki þrjú ólík mál þar sem fólk sem hefur verið órétti beitt telur réttarkerfið ekki góðan farveg til að rétta sinn hlut. Í einu tilviki er um að ræða hrottalega líkamsárás. Í einu tilviki varð kona fyrir nauðgun. Í síðasta tilfellinu býr þolandinn við kúgun, veit að honum verður komið í vandræði ef hann hegðar sér ekki eins og kúgaranum þóknast. Ekkert þessara mála hefur verið kært til lögreglu. Halda áfram að lesa
Fánaberar fávísinnar
Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Halda áfram að lesa
Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?
Ég stend í þeim undarlegu sporum að vera synjað um aðgang að námsefni þar sem vitnað er í skrif mín. Þessi staða varð mér tilefni hugrenninga um hlutverk háskóla og eignarhald á þekkingu. Þótt þessi pistill fjalli fremur um háskóla en kynjapóltík finnst mér rétt að birta hann á þessu svæði þar sem hann er sprottinn af kynjafræðikennslunni í HÍ.
Grýla gamla og feðraveldið
Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa
Látum það gossa í laugina
Kúgun íslenskra kvenna virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ný rannsókn leiðir í ljós að konur hafa ekki einu sinni sama aðgengi að sundlaugum og karlar. Samkvæmt könnuninni eru aðeins 46% sundlaugagesta í sundlaugum Reykjavíkurborgar konur en karlar eru 54%. Við erum að tala um 8% mun. Hugsið ykkur heil 8%. Þessi kynjahalli vekur þungar áhyggjur og nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að auka aðsókn kvenna að sundstöðum hið snarasta. Halda áfram að lesa
Rapp handa Erpi
Ég hef ekki skrifað rapptexta áður og veit svosem ekki hvort þessi tilraun stenst bragreglur rappsins
Harmageddon og kennivald kvenhyggjunnar
Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég nefndi dæmi um það hvernig kennivald kvenhyggjunnar er smámsaman að yfirtaka fjölmiðla. Ég vissi samt ekki þá hversu langt þessi þróun er komin en Harmageddonmálið varpar enn nýju ljósi á það. Halda áfram að lesa
Finnum djöfulinn í jólasöngvum
Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Halda áfram að lesa