Smá um galdur

Mér leiðist.  Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.

Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna. Halda áfram að lesa

Týr

Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.

Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa

Kukl

Leigubílsstjórinn varð dálítið kindarlegur þegar við nornafeðgarnir stigum inn í bílinn, vopnaðar hrafnskló og hauskúpu af rollu og báðum hann að stoppa við kirkjugarðinn. Það viðraði vel til galdrakúnsta í þessari fyrstu tunglfyllingu ársins en sjálf hef ég takmarkaða trú á því að kirkjugarðar séu öðrum stöðum magnaðri, held það hafi frekar verið veðrið og já, kannski tvær laggir af púrtvíni sé ekki eins galin hugmynd og ég hef haldið. Halda áfram að lesa

… if’s an illusion

… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.

Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.

Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.

 

Játning

Einkennilegt hvað það kemur mér í mikið uppnám að rekast á stafsetningarvillur á blogginu mínu. Þetta eru einhver ómerkilegustu mistök sem hægt er að gera sig sekan um og gerist svosem ekki oft en ég verð trítilóð út í sjálfa mig, jafnvel reiðari en þegar ég fæ stöðumælasekt. Halda áfram að lesa

Gott

Fyrir einu ári ákvað ég að galdra til mín frábæran mann sem ég yrði bálskotin í. Ég hafði galdrað til mín marga áður, bæði fávita og líka mjög góða og almennilega menn en ég bara varð ekkert skotin í þeim góðu og þar sem ég á fávitafælu urðu engin sambönd úr þreifingum fávitanna. Halda áfram að lesa

Fíbblamjólk

Heimurinn er að drukkna í kjaftæði og það er sko ekkert leyndarmál.

Ef þér dettur í alvöru í hug að það sé nóg að hugsa sér hlutina eins og þú vilt hafa þá til þess að allt verði fullkomið af sjálfu sér, skoðaðu þá kynóra þína síðustu 10 árin eða svo. Halda áfram að lesa

Níðstöngin stendur enn

Jón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa, því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa

Garl

Hahh! Veðrugaldurinn tókst. Okkur tókst líka að redda öllu sem við héldum að myndi ekki reddast.

Svarti galdur á Austurvelli eftir rúman hálftíma.

 

Allt að gerast

Allar aktivistahreyfingar ættu að eiga a.m.k. eina ömmu. Okkar amma fann lausn á þessu með blóðið. Allt er að skríða saman og svo er líka nýtt tungl. Ég hef nú svosem ekkert auglýst þetta en vona að mínir dyggustu lesendur mæti og taki þátt í galdrinum því það þarf mikinn ofsa til að vinna á stóriðjuþursinum.

Og nei, þetta er ekki grín.

Galdr

Það eru ekki örlög mín að verða blönk. Mammon er búinn að finna fullt af peningum handa mér. Vííííí!

Það sem hægt er að gera með einni hrafnskló, það er með ólíkindum. Og ég sem hélt að þetta yrði svo erfiður mánuður. Ég sá jafnvel fram á að lenda í smávægilegum vanskilum og var farið að svíða í nískupúkann undan tilhugsuninni um dráttarvexti. Það er semsé ekki á dagskránni.

Galdur virkar. Í hvert einasta sinn. Yfirleitt samt ekki svona rosalega fljótt og vel. Þessir peningar komu bara eins og utan úr geimnum, ég átti engan veginn von á þeim. Ég er svo órtúlega heppin að stundum held ég að ég hljóti að vera að ljúga því.

 

Og spunahjólið snýst

Það var farið að hvarfla að mér að Pokurinn hefði svikið mig og að ég þyrfti að sitja uppi með mína sálarlufsu sjálf.
Mig grunaði reyndar að ég þyrfti að útvega eitthvað til viðbótar við sálina (enda er hún ekki sérlega eiguleg) til að koma honum í stuð en ég vissi ekki almennilega hvað það ætti að vera. Nú er það loksins komið á hreint. Halda áfram að lesa

Galdur á Jónsmessunótt

101Kirkjugarður á Jónsmessunótt er öðrum stöðum galdravænlegri. Allavega þegar maður er óökufær af kristilegu blóðþambi. Við hittum reyndar hvorki Satan né anda hinna framliðnu en ég stjórnaði hópgaldri í fyrsta sinn og Egill (12 ára) og Grímur (14 ára) munu líklega seint gleyma því að hafa fengið að taka þátt í slíkri athöfn. Halda áfram að lesa