… if’s an illusion

… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.

Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.

Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “… if’s an illusion

 1. —————————-

  höfum vaðið fyrir neðan okkur og horfum frammá við til framtíðar sem við skulum lýsa upp með bjartsýni.
  nútíðin nagar og etur sífellt framtíðina og skilur fortíðina eftir. þeir sem lifa í fortíðinni þeir lifa og hugsa í saurnum.
  ég er farin að sofa núna.ég flaug á kústinum mínum niðri í smáralind í alla nótt. og fer í skeifuna í kvöld og verð þar nær alla næstu nótt.
  gangi þér vel í dag

  Posted by: Garðar | 3.11.2008 | 11:35:43

  —————————-

  Það borgar sig samt alltaf að vera jákvæður og bjartsýnn 🙂

  Posted by: Hulla | 3.11.2008 | 12:34:48

  —————————-

  Sammála. En ég ætlaði aðallega að segja þér frá því að í gær sat ég heima hjá mér í rólegheitunum en varð skyndilega friðlaus af því mér fannst ég verða að komast að því hvaða næringarefni væru í sveppum. Ég gúglaði og fann fátt annað en pistil eftir þig á þessari síðu, reyndi að kommenta en tókst ekki. Ég var að spá í hvort ég ætti að skammast mín fyrir þennan síðkvöldaþankagang, en ég er enn hálffúl yfir því að hafa ekki komist að þessu.

  Posted by: Þórunn Gréta | 4.11.2008 | 9:36:06

  —————————-

  Kommentið komst í gegn. 🙂 Hér http://caloriecount.about.com/calories-mushrooms-i11260 eru upplýsingar um næringargildi sveppa.

  Posted by: Eva | 5.11.2008 | 6:47:30

  —————————-

  Ég varð sjálf friðlaus eitt síðkvöldið yfir að vita ekkert um sveppi, ekki einu sinni hvort þeir væru fitandi eða ekki. Ég fann ekkert á netinu og spurði þáverandi kærstann minn. Ég man nú ekki hvort hann var með þetta á hreinu eða hvort hann gúgglaði en allavega komst ég að þessum mikla leyndardóm. Hann gat hinsvegar ekki sagt mér hvað væri að gerast í hausnum á honum sjálfum.

  Um daginn varð ég, eins og svo oft áður, friðlaus yfir því að þekkja ekki hugmyndina á bak við orðið grasekkja. Ég spurði kunningja minn og hann gúgglaði fyrir mig. Ég hef reyndar ekki spurt hinn sama hvað sé að gerast í hausnum á honum en þar sem er ekkert um það á netinu gæti hann sennilega ekki svarað því, þótt hann viti líklega allt sem hægt er að vita um geimvísindi, málsögu og allt þar á milli.

  Einu sinni hélt ég að tilgangurinn með hjónabandi væri sá að líða vel saman og gæta hvors annars í víðri merkingu en nú veit ég betur. Karlmaðurinn er til þess að gúggla ómerkilegum upplýsingum sem konan er ekki nógu geðbólgin yfir til að verða sér úti um sjálf. Ég geri mér hins vegar ekki ennþá grein fyrir hlutverki konunnar.

  Posted by: Eva | 5.11.2008 | 7:12:03

Lokað er á athugasemdir.