Mig sárvantar svosem eins og hálfpott af hrossablóði en Sláturhúsið á Hellu getur ekki reddað mér í tíma. Ef einhver skyldi liggja á, þótt ekki væri nema desilítra, þá endilega hafið samband. Það má alveg kosta smá pening.
Reyndar væri mannablóð ennþá betra en ég bara kann ekki við að leita til blóðbankans. Sjálf þoli ég svo afskaplega lítinn blóðmissi að ég má ekki einu sinni gefa blóð og það er auðvitað vonlaust að fremja særingar ef maður er slappur. Ætli endi ekki með því að ég noti kvöldið til þess að ganga milli vina og ættingja og kreista svosem eins og eina teskeið úr hverjum.
———————-
Fokk. Þú ert að grínast er það ekki?
Posted by: Anonymous | 8.11.2007 | 16:42:08
———————-
Nauh mar, þú getur nú samt djammað í friði og verið á ,,kantinum“.
Annars er bókað að ég mæti Eva!
Posted by: Gillimann | 8.11.2007 | 21:02:33