Galdur á Jónsmessunótt

101Kirkjugarður á Jónsmessunótt er öðrum stöðum galdravænlegri. Allavega þegar maður er óökufær af kristilegu blóðþambi. Við hittum reyndar hvorki Satan né anda hinna framliðnu en ég stjórnaði hópgaldri í fyrsta sinn og Egill (12 ára) og Grímur (14 ára) munu líklega seint gleyma því að hafa fengið að taka þátt í slíkri athöfn.

Hvað ætli gerist ef ég míg á leiði einhvers illmennis, sagði ég á leiðinni í gegnum kirkjugarðinn.
-Óðinn, Satan, Guð! þú yrði handtekin fyrir vanvirðu og níðingshátt, sagði Helga.
-Ég hafði nú reyndar ekki hugsað mér að gera það í viðurvist lögreglunnar, ég er meira að hugsa um hvort það sé heppilegur hluti af galdraathöfn. T.d. ef maður ætlar að leggja það á útsendara Illvirkjunar að þeir mígi á sig, í táknrænni merkingu auðvitað.

Ég gerði það samt ekki. Ekki af því að ég sé hrædd um að misbjóða drengjunum, heldur af því ég trúi hvort sem er ekki á drauga og því tilgangslaust að ögra þeim. Væri líklega nær að skvetta úr´enni á útidyratröppur Friðriks Sophussonar. Nú veit ég að einhver teldi saurlát betur viðeigandi en það er rangur misskilningur. Mannasaur táknar nefnilega peninga svo ef ég skiti á tröppur Sophussonar væri ég þar með að færa Illvirkjun mikið fé. Auk þess var það ég sem bjó til málsháttinn „enginn skyldi í annars garði skíta“ svo það væri alls ekki viðeigandi. Þar fyrir utan væri það afskaplega ódannað og ég hef alltaf lagt áherslu á að halda klassanum í samskiptum við illmenni og ógeðspakk.

Ég skildi ekki eftir mig neinn úrgang í garði Friðriks Sophussonar á Jónsmessunótt. Hinsvegar risti égi honum fretrúnir og bauð Satni þjónustu mína eitt sunnudagseftirmiðdegi ef hann sæi til þess að Friðrik, og helst fleiri málsvarar þessa skítafyrirtækis, drulluðu upp á bak og lyktina legði um víða veröld. Vona að Satan hafi ekki móðgast en ég nenni bara ómögulega að vera Láki til eilífðarnóns. Ég vil fá drauminn uppfylltan án þess. Kannski ætti ég að kalla á Jesús líka. Mátturinn og Dýrðin hlýtur að hafa húmor fyrir því að láta forstjóra Landsvirkjunar skíta á sig.

Best er að deila með því að afrita slóðina