Þetta finnst mér snjallt svar. (Takk fyrir að benda mér á þetta Keli)
Ef ég hefði átt að svara þessu bréfi hefði ég sagt konunni að ég hefði fullan skilning á því hvernig henni liði en skilnaður væri ekki nauðsynlegur því það væri vel hægt að leysa vandamálið. Ég hefði ráðlagt henni að kaupa eitthvað fallegt í hans stærð og snyrtidót sem hentar hans húðgerð og gera honum svo fulla grein fyrir því að hennar eigið stöff væri ekki í boði. Það er auðvitað óþolandi þegar einhver sem er miklu stærri en maður sjálfur teygir skóna manns og nærfötin með því að troða sér í þau í leyfisleysi.
En mér finnst Miriam hafa svarað þessu betur.
————————————————
hahahha, yndislegt:D
Posted by: baun | 25.06.2007 | 14:01:16
———————————————-
Það væri gaman að snúa þessu við og spyrja konuna hvort hún teldi það stórvandamál ef maðurinn hennar kæmi að henni í fötunum hans.
Posted by: Þorkell | 25.06.2007 | 19:21:17
———————————————-
snilldarlegt svar!
Posted by: inga hanna | 26.06.2007 | 8:25:23
———————————————-
Ég held nú reyndar að það sé afar sjaldgæft að konur fái sérstakt kikk út úr því að klæðast karlmannsbrókum. Enda eru karlmannsnærföt yfirleitt ekkert sérstaklega æsandi.
Posted by: Eva | 26.06.2007 | 12:03:49