Galdr

Það eru ekki örlög mín að verða blönk. Mammon er búinn að finna fullt af peningum handa mér. Vííííí!

Það sem hægt er að gera með einni hrafnskló, það er með ólíkindum. Og ég sem hélt að þetta yrði svo erfiður mánuður. Ég sá jafnvel fram á að lenda í smávægilegum vanskilum og var farið að svíða í nískupúkann undan tilhugsuninni um dráttarvexti. Það er semsé ekki á dagskránni.

Galdur virkar. Í hvert einasta sinn. Yfirleitt samt ekki svona rosalega fljótt og vel. Þessir peningar komu bara eins og utan úr geimnum, ég átti engan veginn von á þeim. Ég er svo órtúlega heppin að stundum held ég að ég hljóti að vera að ljúga því.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Galdr

 1. —————————————

  Hmm þessi hrafnskló er ekkert í formi skotvopns og nafnið á geimnum Landsbanki? 

  Posted by: Gillimann | 7.10.2007 | 11:26:23

  —————————————

  til hamingju með geimféð:)

  Posted by: baun | 8.10.2007 | 11:33:46

  —————————————

  Kaupréttarsamningur við REI, kannski?

  Posted by: Varríus | 8.10.2007 | 15:14:01

Lokað er á athugasemdir.