Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd í búningssal í sundhöll eða líkamsræktarstöð. Ég veit ekkert hvað ég var að gera þar en þarna var allt fullt af akfeitum konum. Mér fannst ég ekkert feit og sá ekki neina nýja keppi eða fellingar á skrokknum á mér en þótti svo ótrúlegt að ég væri eina granna konan á svæðinu að ég steig á vigt til að gá hvort ég hefði fitnað. Halda áfram að lesa
Viðhald
Pegasus er að koma heim jííí! Líklega er hann þegar lentur. Hvað ætti maður að gera í kvöld? Blanda lúsaeitur? Mála rúnasteina?Það má alltaf finna eitthvað til að dunda við en síðustu daga hef ég átt frekar auðvelt með að setja mig í spor vinu minnar bókasafnsfræðingsins og þar sem virðist fremur dauft yfir úrvalinu í Helvíti, getur verið að ég heimsæki tiltekna geimveru í staðinn. Halda áfram að lesa
Hvað verður um tölvupóstinn?
Alnæmis internetið. Eða póstþjónn eða eitthvað annað tæknidrasl.
Walter sendi mér tölvupóst sem barst mér ekki. Við höfum lent í þessu áður nema þá var það öfugt; póstur frá mér barst ekki og engin villumelding. Kannski eru tugir bréfa til mín hangandi einhversstaðar utan í alheimsorkunni eða hvað það nú annars er sem ber skilaboð á milli pósthólfa og sendernurnir vita ekki betur en að ég hafi fengið þau.
Hvað verður annars um tölvupóstinn, þegar hólfið sem það er sent frá segir að bréfið hafi farið en viðtakandinn fær það ekki? Eyðist það? Fer það í rangt pósthólf? Eða er það bara einhvernveginn í loftinu?
Ég skil vel hversvegna eðlisfræði var til skamms tíma flokkuð sem dulspeki.
Líkt
Tungumálið kemur upp um okkur. Hugsunarhátt okkar.
Þegar allt kemur til alls er ekki svo mikill munur á ‘I like you’, ‘I am like you’ og ‘I feel like you’. Fólk laðast víst mest að þeim sem líkjast því, hvort sem um er að ræða vináttu- eða ástarsambönd. Samkvæmt rannsóknum eru m.a.s. meiri líkur á að fólk verði ástfangið ef það líkist hvort öðru í útliti. Halda áfram að lesa
Til moldar
–Hvaða tákn var nú þetta? spurði móðir mín.
-Ægishjálmur, ég gat ómögulega farið að loftkrota krossmark yfir kistu trúlausrar manneskju, svaraði ég.
Mér hafði reyndar dottið í hug að teikna hamar og sigð en taldi líklegt að einhverjum ofbyði það svo ég sættist á Ægishjálm fyrir frænku mína sem var örugglega skráð í þjóðkirkjuna eins og nánast allir af hennar kynslóð en var nú samt sem áður trúleysingi og kommúnisti. M.a.s. aktivisti.
Mikið eru nú kirkjulegar athafnir yfirhöfuð óviðeigandi. Mér er sama hvað verður um hræið af mér þegar ég dey. Ef einhverjum líður betur mað að láta kór syngja yfir mér ‘ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn’, þá verði þeim að góðu. En mikið rosalega yrði það samt óviðeigandi.
Á andlegu nótunum
Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú. Halda áfram að lesa
Ekki samt blár
Ég sakna Walters. Finnst ergilegt að heyra ekkert frá honum svona lengi. Ég veit ekki nákvæmlega í hvaða barbaraþorpi hann er staddur en það eru víst engar tölvur þar.
Samt er ég alls ekki einmana; það er ekki sársauki sem plagar mig heldur bíð ég hans með þó nokkrri óþreyju.
Það er ekki blátt. Ekki heldur grænblátt.
Það er meira svona vínrautt.
Sund
Ligg með systur minni í heita pottinum.
Líklega er þetta í fyrsta sinn í 25 ár eða meira sem við förum saman í sund. Undarlegt hvað við munum eftir ólíkum hlutum úr bernskunni. Stundum engu líkara en að við höfum alist upp á sitthvoru heimilinu. Það er ekki það að við eigum ólíkar minningar um það hvernig hlutirnir voru heldur eru það áherslurnar. Ég man eftir hlutum sem hún er búin að gleyma og öfugt.
Hjálp!
Við feðgarnir erum í vandræðum. Okkur vantar sexý karlmannsnafn og það virðist bara ekki mikið um þau í íslensku. Hvaða karlmannsnöfn þykja lesendum bera vott um kynþokka og vald?
Annað: Hver er megatöffari Íslandssögunnar? Þá á ég við frá sjónarhóli kvenna.
Blár 2
Eva: Nei það er ekkert sérstakt að frétta, ekkert fram yfir það sem ég set í vefbókina mína.
Elías: Ok, þú skrifar helling en maður veit samt ekkert hvað er að gerast í hausnum á þér. Þú ert ekki sama manneskja á blogginu og í raunveruleikanum.
Eva: Jæja, og hvor okkar heldurðu að sé raunverulegri?
Elías: Ég veit það ekki. Ég er heldur ekkert sá sami á blogginu þínu og í raunveruleikanum og ég veit ekki hvor okkar er raunverulegri.
Elskan. Hefurðu virkilega ekki tekið eftir því að þú ert ekkert á blogginu mínu lengur? Og heldurðu í alvöru að raunveruleiki sápuóperunnar gæti þrifist annarsstaðar en þar?
Þögn
Finnst þér ennþá skrýtið að blár skuli tákna einsemd og frelsi í senn? Mér finnst það fullkomlega rökrétt.
Making a man
Við feðgarnir komum saman til skrafs og ráðagerðar í gærkvöld. Samfeðgur minn (eða er að samfeðgi? hvernig eru feðgar í eintölu?) datt niður á fyrsta pródjektið okkar af einskærri tilviljun daginn eftir að ég framdi seið einn satanískan, sem ég gerði þó að vanda ráð fyrir að kæmi fram á allt annan og mun fyrirsjáanlegri hátt. Halda áfram að lesa
Á næsta level
I feel we should take our relationship to the next level.
Eitthvað í þessa veruna heyrist stundum í amerískum sjónvarpsþáttum en ég hef aldrei áttað mig almennilega á því hvað þetta merkir. Íslendingar hafa ekki tileinkað sér stefnumótahefð í líkingu við þá sem tíðkast vestanhafs og líklega er þessi levelahugmynd eitthvað sem helst í hendur við hana. Ég er að vísu ekkert viss um að mín sambönd séu normið en ef ég tala af eigin reynslu og því sem ég sé í kringum mig, þá eru í mesta lagi þrjú skýr og skilgreind ‘level’ í hverju sambandi og oftar bara tvö. Þegar ég sef hjá einhverjum er hann annaðhvort bólfélagi eða kærasti og ég geri mjög skýran greinarmun á þessu tvennu. Halda áfram að lesa
Eins og á að elska
Þegar ég kynntist honum keypti ég mér ný silkináttföt. Blágræn, því það var vísun í alveg sérstaka tegund af pegasusi. Liturinn var tákn. Nafnið var tákn. Ég vissi að hann skildi það ekki almennilega en hann var góður við mig og þeir sem hafa skilið mig hvað best hafa ekkert endilega verið góðir við mig. Á því augnabliki langaði mig meira að vera elskuð en skilin en ég hafði áhyggjur af því að táknsýkin í mér kynni að vefjast fyrir honum. Halda áfram að lesa
… þar til loks ég sef í jörðu
Mæja frænka er dáin, södd lífdaga. Það tók skjótt af eftir að hún veiktist. Engin sorg, ekkert torrek, bara líf sem var einu sinni og nú er það liðið. Halda áfram að lesa
Ég er náttúrulega svo skapstór…
Mér varð frekar óglatt í morgun þegar ég heyrði unga konu lýsa sinni eigin hyperfrekjulegu framkomu gagnvart einhverri ritaraafmán á læknastofu með orðbragði sem ekki er hafandi eftir. Manneskja með snefil af sjálfsvirðingu hefði beðist afsökunar á dónaskapnum og dauðskammast sín fyrir upphlaupið en þessi unga kona útskýrði fyrir vinkonu sinni með greinilegu stolti að hún væri „náttúrulega svo skapstór“. Halda áfram að lesa
Aldeilis ofbeldi
Aldeilis ofbeldi sem viðgengst í París. Ert það þú sem stendur fyrir þessu Kristín?
Smá
Miriam er að fara út á morgun, til að heimsækja mömmu sína og hitta Hauk (sem er líklega kominn til tilvonandi tengdamóður sinnar nú þegar).
Við borðuðum á Næstu grösum í hádeginu.
Geisp
Svo gott að fá heilan dag til að slappa af, hanga á netinu, blogga, ráða sunnudagskrossgátuna, smyrja 5 tegundum af kremi á kroppinn á sér, hitta vini, fara á veitingahús, lesa. Ég ætlaði eiginlega að yrkja eitt kvæði í dag en kom mér ekki í gang. Það hefur líklega verið of metnaðarfullt markmið. Ég hef ekki gert neitt af viti í allan dag nema fara í ræktina og samt finnst mér ég þurfa annan frídag til að komast yfir allt það aðgerðaleysi sem mig langar að fremja.
Ég er að veslast upp af tilgangsleysi. Orðin hálfleið á búðinni minni, ekkert áhugavert í gangi og allt útlit fyrir að líf mitt allt verði spólandi í sama hjólfarinu í marga mánuði enn nema ég geri eitthvað róttækt. Ég verð að komast til Palestínu. Ég er búin að ræða það við Mammon og ef hann tekur ekki upp á einhverjum kenjum ætti ég að ráða við það í haust.
Með 133ja ára langan fattara?
Mig langaði í þessa bók en Bóksali frá 1874 átti bara sýniseintakið eftir og það var snjáðara en mínar bækur eftir þriðja lestur. Ég spurði hvort ég fengi ekki sýniseintakið með afslætti og Bóksali frá 1874, líklega ekki deginum eldri en 18 ára, tjáði mér að þetta væri ekki sýniseintak, sýniseintök væru merkt með sérstökum miða. Ég benti drengnum á að eintakið hefði legið frammi til handfjötlunar og bæri þess mjög greinileg merki að ófáir viðskiptavinir hefðu flett því og að hvað sem öllum merkingum liði, þá héti slík bók á mannamáli sýniseintak. Halda áfram að lesa
Draumfarir
Ég er búin að ákveða að læra að drekka viský, sagði vinkona mín sem er svo léleg drykkjukona að þegar hún fékk einu sinni skemmt rauðvín, hélt hún að það væri bara hún sem hefði engan smekk. Halda áfram að lesa