Draumur

Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd í búningssal í sundhöll eða líkamsræktarstöð. Ég veit ekkert hvað ég var að gera þar en þarna var allt fullt af akfeitum konum. Mér fannst ég ekkert feit og sá ekki neina nýja keppi eða fellingar á skrokknum á mér en þótti svo ótrúlegt að ég væri eina granna konan á svæðinu að ég steig á vigt til að gá hvort ég hefði fitnað.

Vigtin spýtti út miða. Á honum stóð:
female
40
52 kg
kaloríuþörf 1200
kaloríuinntaka 5200 og fer vaxandi.
niðurstaða: potential obese

Ég furðaði mig á þessari mixtúru af íslensku og ensku og hugsaði með mér að þetta væri tákn um ný atvinnutækifæri. Ég gæti tekið að mér að prófarkarlesa upplýsingarnar í vigtinni (það virtist mjög mikið og gott starf) eða þá að fyrst ég hefði þyngst svona mikið þá gæti ég áreiðanlega fengið hlutverk Bridget Jones í næstu mynd.

Best er að deila með því að afrita slóðina