Viðhald

Pegasus er að koma heim jííí! Líklega er hann þegar lentur. Hvað ætti maður að gera í kvöld? Blanda lúsaeitur? Mála rúnasteina?Það má alltaf finna eitthvað til að dunda við en síðustu daga hef ég átt frekar auðvelt með að setja mig í spor vinu minnar bókasafnsfræðingsins og þar sem virðist fremur dauft yfir úrvalinu í Helvíti, getur verið að ég heimsæki tiltekna geimveru í staðinn.

Ég er annars með tímabundið fréttaóþol. Það helltist yfir mig þegar ég las frétt um barnagiftingar í Jemen. Stundum finn ég til svo yfirþyrmandi vonleysis yfir öllu sem er að í heiminum og ég get ekki lagað. Ég get ekki einu sinni knúið fram nauðsynlegt viðhald á húsinu, þótt eldri borgararnir í húsinu komi til mín og kvarti á hverjum einasta degi. Ég veit ekki hvað þau vilja að ég geri. Ég tilheyri ekki húsfélaginu enda leigjandi og húsfélagið óvirkt. Ég er búin að ræða þetta við minn leigusala margsinnis og reglan er sú að ef þýðir ekki að biðja fólk um eitthvað tvisvar sinnum þá þýðir ekkert frekar að biðja 200 sinnum. Hann getur heldur ekkert gert af því að húsfélagið er óvirkt. Málið hreyfir ekki við réttlætiskennd minni og þessvegna vil ég ekki leggja í kostnað og vinnu sjálf en undanfarna daga hefur það samt tekið meiri orku og tíma frá mér en öll heimsins mannúðar- og umhverfisvernd samanlagt.

Maður velur sjálfur hvaða málum maður gefur vægi -svo langt sem það nær. Það væri ljótt að hrista af sér áhyggjufull gamalmenni.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Viðhald

 1. ———————————-

  Á að gera eitthvað sérstakt í kvöld? 😉

  Til lukku með að fá gaurinn heim 😀

  Posted by: Harpa | 16.04.2008 | 21:40:53

  ———————————-

  Greyið gamla fólkið. Hvurslags lélegheit eru þetta annars að fólk geti ekki drattast á einn húsfund fyrst það er að nenna að eiga fasteignir?

  Posted by: Unnur María | 16.04.2008 | 22:42:03

Lokað er á athugasemdir.