Sund

Ligg með systur minni í heita pottinum.

Líklega er þetta í fyrsta sinn í 25 ár eða meira sem við förum saman í sund. Undarlegt hvað við munum eftir ólíkum hlutum úr bernskunni. Stundum engu líkara en að við höfum alist upp á sitthvoru heimilinu. Það er ekki það að við eigum ólíkar minningar um það hvernig hlutirnir voru heldur eru það áherslurnar. Ég man eftir hlutum sem hún er búin að gleyma og öfugt.