Hjálp!

Við feðgarnir erum í vandræðum. Okkur vantar sexý karlmannsnafn og það virðist bara ekki mikið um þau í íslensku. Hvaða karlmannsnöfn þykja lesendum bera vott um kynþokka og vald?

Annað: Hver er megatöffari Íslandssögunnar? Þá á ég við frá sjónarhóli kvenna.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Hjálp!

 1. ——————————-

  Veit ekki af hverju, en mér hefur alltaf fundist Jökull, Hörður og Tómas sexý nöfn. Hef samt aldrei verið í tygjum við þau.
  Megatöffarar íslenskir eru engir, nema kannski Bjössi í WC……samt ekki. Maggi diskó er jú töffari 🙂

  Posted by: lindablinda | 12.04.2008 | 16:15:31

  ————————————————————

  …og jú Egill. Egill Skallagrímsson var líka töffari.

  Uuuu hverjir eru feðgarnir – I’m confused??

  Posted by: lindablinda | 12.04.2008 | 16:17:45

  ————————————————————

  Höskuldur, Baldur og Hannes.

  Þorgeir sem Gísli Halldórsson lék í Börnum náttúrunnar er mesti töffari sem ég hef séð (skáldsagnapersóna er ekki ótrúverðugri en hinir ótrúverðugu karakterar í Íslendingasögunum)

  Posted by: baun | 12.04.2008 | 17:46:51

  ————————————————————

  Úlfur kemur til greina og Ríkharður. Mér finnst líka nokkur fornbókmenntanöfn eins og Hrafnkell, Skarphéðinn og Grímur geta gengið.

  Posted by: Eva | 12.04.2008 | 18:27:31

  ————————————————————

  Prófaðu að æpa nöfnin í stjórnlausri frygð, hvað passar? 🙂

  Posted by: lindablinda | 12.04.2008 | 19:11:18

  ————————————————————

  Mér dettur Beinteinn í hug.

  Það minnir á eitthvað.

  Posted by: Ragnhildur Karlsdóttir | 12.04.2008 | 21:20:40

  ————————————————————

  Valdimar ætti að vera valdmannslegt en ég þekki engan valdamikinn Valdimar.
  Mér finnst nöfn eins og Kári og Atli mjög sterk og kúl nöfn.
  Hetjan úr Íslendingasögunum er Gísli, líka kúl nafn. Muniði eftir Gísla sem var gísl í Kúvæt? Kúl.

  Posted by: Kristín | 12.04.2008 | 23:14:35

  ————————————————————

  Þetta hlýtur að teljast smekksatriði hvað ber vott um kynþokka. Þótt það teljist strangt til tekið ekki vera íslenskt nafni, þá vil ég tilnefna Berthold.

  Posted by: Vésteinn | 13.04.2008 | 5:03:48

  ————————————————————

  Þetta eru hundleiðinleg nöfn hjá ykkur.

  Ég spyr bara, hvernig getur Óðinn ekki verið valdamesta og kynþokkafyllsta nafn íslenskrar tungu? Er þetta ekki refur refanna, dráttur dráttanna? Að vísu vantar auga á náungann, en viðurnefnið Hinn Eineygði Guð segir sitt.

  Síðan þegar að nafn hans er ákallað í algleymi lostans, þá er það ekki göldrum líkast, heldur bókstaflega galdraathöfn.

  Leik lokið.

  Posted by: Alexander | 13.04.2008 | 12:26:01

  ————————————————————

  Tali nú hver fyrir sig um hvaða nöfn vekja hjá þeim losta.

  Posted by: baun | 13.04.2008 | 13:48:48

  ————————————————————

  Nafnið þarf að bera vott um kynþokka og vald.

  Ég er eiginlega sammála Alexander, fyrir utan að mér finnst nafnið Óðinn ekkert sértaklega kynþokkafullt.

  Úlfur og Loki standa uppúr hvað mig varðar.

  Posted by: anna | 13.04.2008 | 14:38:11

  ————————————————————

  Mér finnst þessi klassísku löngu nöfn soldið sexí: Þormóður, Þorsteinn, Arnaldur, jafnvel Vésteinn og auðvitað Þorgeir af augljósum ástæðum. En Kári gæti líka alveg virkað fyrir mig.

  Posted by: Unnur María | 13.04.2008 | 19:15:22

  ————————————————————

  ég er 66.6% sammála önnu mér fynst Úlfur, Loki vera valdamikil og forvinileg nöfn svo hef ég líka alltaf verið fyrir hið kristna nafn Prometheusar, Lusifer.

  annars verð ég að viðurkenna að Bammbi Bammbi Bammbi Bammbason kveikir eithvað skringilega í mér.

  Posted by: Dreingurinn | 13.04.2008 | 23:28:38

  ————————————————————

  66.6% it is.

  Lúsífer er ekki alveg að segja það sem þarf að segja – og trust me.. Bammbi er out. 🙂

  Posted by: anna | 13.04.2008 | 23:36:50

  ————————————————————

  Jésú 🙂

  Muhahaha

  Posted by: Hulla | 14.04.2008 | 6:13:03

  ————————————————————

  Mér finnst Hugi og Stirnir vera flott nöfn. og auðvitað Atli, Egill og Snorri.

  Posted by: sigrún | 14.04.2008 | 10:35:59

  ————————————————————

  Stórmerkilegt.

  Ég tengi nafnið Jesú hvorki við vald né kynþokka. Ég tengi það, því miður, við Krumma í Mínus.

  Enda langt síðan ég hef lagst á bæn.

  Posted by: anna | 14.04.2008 | 10:41:29

  ————————————————————

  Ái! Anna.

  Posted by: Eva | 14.04.2008 | 13:20:03

  ————————————————————

  I know, heldurðu að mér finnist það gott????

  Posted by: anna | 14.04.2008 | 14:20:01

  ————————————————————

  Við getum allavega hvorki látið gaurinn heita Krumma né dildó.

  Posted by: Eva | 14.04.2008 | 14:25:36

  ————————————————————

  Sold

  Posted by: anna | 14.04.2008 | 17:14:50

  ————————————————————

  Ég er undrandi og hneykslaður á því að þið hafið ekki enn stungið upp á nafninu Elías.

  Posted by: Elías | 15.04.2008 | 22:06:19

  ————————————————————

  Ég þekki Elías nokkurn sem tæki nafngiftina á karlmenni Dauðans pottþétt til sín og ekki vil ég nú að hann ofmetnist þessi elska. Auk þess er Elías sætt nafn en ekki voldugt.

  Það er annars dálítið vandamál að á bak við öll þessi flottu nöfn eru menn sem bera þau misvel. Lúði getur vel heitað Ríkharður eða Alexander (þótt það ætti auðvitað að vera bannað)og ég þekki kynþokkaknippi sem heitir Guðmundur eins og menn heita gjarnan.

  Glatað!

  Posted by: Eva | 16.04.2008 | 8:30:08

Lokað er á athugasemdir.