Blár 2

Eva: Nei það er ekkert sérstakt að frétta, ekkert fram yfir það sem ég set í vefbókina mína.
Elías: Ok, þú skrifar helling en maður veit samt ekkert hvað er að gerast í hausnum á þér. Þú ert ekki sama manneskja á blogginu og í raunveruleikanum.
Eva: Jæja, og hvor okkar heldurðu að sé raunverulegri?
Elías: Ég veit það ekki. Ég er heldur ekkert sá sami á blogginu þínu og í raunveruleikanum og ég veit ekki hvor okkar er raunverulegri.

Elskan. Hefurðu virkilega ekki tekið eftir því að þú ert ekkert á blogginu mínu lengur? Og heldurðu í alvöru að raunveruleiki sápuóperunnar gæti þrifist annarsstaðar en þar?

Þögn

Finnst þér ennþá skrýtið að blár skuli tákna einsemd og frelsi í senn? Mér finnst það fullkomlega rökrétt.