Hring eftir hring


Það er himinn og haf á milli okkar í viðhorfum til hluta sem skipta máli, svo ég sé bara ekki fyrir mér að sé framtíð í þessu,
 sagði hann. Og það er rétt hjá honum. Munurinn á skoðunum okkar er meiri en ég hélt og fyrst það er vandamál þá er þetta líklega ekki þess virði að halda í það. And so I´m single again. Það einhvernveginn hljómar ekki eins eymdarlega á ensku. Halda áfram að lesa

Fríhelgi framundan

Fríhelgi framundan. Leikhús annað kvöld, og það er nú sannarlega tímabært. Svo ætla ég að loka búðinni bæði á laugardag og mánudag og skreppa í sveitina. Áhrifin af heimsókninni til Hörpu fyrir tæpu ári eru farin að dvína og það vantar snertingu við mosa og asparilm í kerfið.

Markmið helgarinnar er að klára öll kremin mín. Og borða eitthvað annað en cheerios og gúrkur.

 

Matarboð hjá Stefáni

Matarboðið hjá Stefáni reyndist vera grillveisla og mér fannst næstum vera sumar.

Ísland er lítið. Ég hitti konu sem kenndi Árna Beinteini til 10 ára aldurs og mann sem les bloggið mitt. Maðurinn sem les bloggið mitt er menntaður bakari en er lyfjablandari að atvinnu. Þið vitið, gaurinn sem hrærir saman efnin í íbúfenið. Líklega verður honum það stundum á að búa til kalla og kellingar úr deiginu. Fokk hvað þetta starf ætti illa við mig. Ég sem get ekki einu sinni bakað eftir uppskrift. Ég fyndi alltaf hjá mér hvöt til að breyta einhverju, prófa eitthvað nýtt. Reikna ekki með að það yrði vel séð, jafnvel þótt útkoman yrði betri en frumpillan. Halda áfram að lesa

Myndin hans Árna Beinteins frumsýnd

images (3)Nýjasta stuttmyndin hans Árna Beinteins var frumsýnd í dag. Í sal 1 í Háskólabíó. Kampavín og allt og Nornabúðarinnar getið á kreditlistanum 🙂 Drengurinn er snillingur.

Ég fékk Önnu og börnin hennar til að koma með mér í bíóið. Fórum í ísbúð á eftir, bara til að líkja eftir sumri þótt sé sami helvítis skítakuldi og venjulega og hefði líklega verið skynsamlegra að laga kakó.

Mig langar svo út til Danmerkur að heimsækja systur mína. Upplifa alvöru sumar. Fara með strákana í Lególand. Sitja á veröndinni í hlírakjól og drekka bjór og hlusta á Eika glamra á gítarinn á kvöldin. Tala við Hullu langt fram á nótt, úti í myrkrinu en vera samt ekki kalt.

Kuldi er ekki hugarástand heldur mjög raunverulegt, mælanlegt ástand. Það gerir mig brjálaða að sjá grænt gras, finna lykt af vori en komast samt aldrei út úr húsi nema í ullarpeysu. Ef Kuldaboli væri áþreifanlegur myndi ég bíta af honum hausinn.

Um öryggi og frelsi

Freedom is just another word for nothing left to fuck up. Ég man ekki hver sagði það en það er ekki eins satt og það hljómar.

Lengi hélt ég að öryggi og frelsi færu ekki saman. Sú skoðun var byggð á reynslu en ég hafði aldrei notið alvöru öryggis og sá ekki mjög langt fram fyrir nefið á mér. Seinna sá ég að öryggi og frelsi eru ekki andstæður. Hið veraldlega afhjúpar hið andlega og til að njóta fjárhagslegs frelsis þarf maður fyrst fjárhagslegt öryggi. Sé það rétt hjá mér að hið veraldlega hafi tilfinningalega merkingu; komi upp um sálina, þá á það sama við um ástina. Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Virðing

Virðing. -Ég hef velt fyrir mér merkingu orðins.Virða => Verð => Meta að verðleikum.
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.

Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til. Halda áfram að lesa

Krísa

Mig langar að steikja kjötbollur. En ekki borða þær.
Brjóta saman þvott. En það sem á annað borð er hreint er samanbrotið.

Setja niður kartöflur. En það er ekki hægt.
Þrátt fyrir sýnilega sumarkomu er skítkalt úti og frost í jörð.

 

Sumarið er tíminn

Svei mér þá ef er ekki komið sumar. Allavega nógu mikið sumar til þess að taka fram þunnu blússurnar mínar og sætu sumarkjólana. Við systurnar fórum í ísbúð í dag. Greinilega margir sem hafa fengið þá sömu hugmynd því það voru meira en 20 manns á undan okkur í röðinni.

Um næstu helgi ætla ég að fara með Leónóru í húsdýragarðinn til að sjá kiðlingana. Sumir hlutir í lífi mínu eru kannski ekki nákvæmlega eins ég vildi hafa þá en það er allavega komið sumar.

Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil

 

Lúxusvandamál dagsins

Hversvegna er allt í einu orðið svona erfitt að fá ljósar sokkabuxur? Það er nánast sama í hvaða búð maður fer, það eru bara til svartar og brúnar. Er þetta einhver tíska eða hvað? Mér finnst ekki fínt að vera með andlit og hendur bleiknefja en fótleggi eins og sandnegri.

Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Helsi

Stundum líður mér fáránlega vel. Finnst ég njóta fullkomins öryggis og fullkomins frelsis í senn, En það verir bara nokkra klukkutíma í senn. Svo verð ég hrædd.

Ég tengi öryggi við helsi. Þarf svo sárlega á tilfinningalegu öryggi að halda en er um leið svo logandi hrædd við að missa sjálfstæði mitt að um leið og ég finn að mér er farið að líða virkilega vel, verð ég hrædd

Eitt stykki þarfagreining

Sigmund Freud sagði eitt sinn að eftir þriggja áratuga rannsóknir á mannlegu eðli gæti hann enn ekki svarað spurningunnni; hvað vilja konur eiginlega? Reyndar læknaði Freud ekki einn einasta sjúkling heldur (allavega lauk hann aldrei meðferð) svo kannski var hann ekki sérlega góður sálfræðingur þótt hann væri vissulega brautryðjandi. Halda áfram að lesa

Vó!

hello_kitty_3
Ég var að leita að hello kitty mynd til að skreyta afmælistertuna hennar Leónóru og datt niður á þessa síðu.

Ég er að reyna að sjá fyrir mér upplitið á brúðkaupsgestum og á brúðgumanum sjálfum þegar daman kemur arkandi inn kirkjugólfið í einhverjum þessara kjóla.

Ætli það hafi verið reynt í alvöru?

 

Feðgar í Vesturbænum

-Fokk Anna, við erum búnar að ná árangri. Ég var að vonast til að sjá framför á einum mánuði en á bara einni viku erum við búnar að ná raunverulegum, áþreifanlegum árangri.
-Hahh! Þú sagðir að við ættum ekki að monta okkur of fljótt. Við ættum að meta okkur eftir árangri og ég get nú bara sagt þér það að ef ég væri ég þætti mér full ástæða til að vera ánægð með mig.

Og svo montuðum við okkur dálítið meira.

Þessir litlu hlutir…

… sem skipta svo rosalega miklu máli.
Eins og t.d.
-að hafa orð á því þegar ég er í kjól sem fer mér vel
-að koma með eitthvað sérstakt handa mér þegar hann kemur frá útlöndum
-að laga kaffi handa mér
-að breiða ofan á mig ef ég hef sparkað sænginni af mér í svefninum
-að bera töskuna fyrir mig þótt hún sé ekki þung
-að kaupa sunnudagsmoggann handa mér þótt ég sé ekki viðræðuhæf á meðan ég leysi krossgátuna
-að segja mér að ég sé falleg, þannig að ég trúi þvíAf hverju eru svona fáir menn sem gera þessa hluti sem eru ekki erfiðir eða flóknir?
Ég held að það hljóti bara að vera að þeir geri sér enga grein fyrir því hvaða áhrif umhyggja af þessu tagi hefur á konur.

Ég held að ef þeir vissu hvað kona verður blíð og kvenleg innra með sér þegar hún finnur að hún er vernduð, dáð og dekruð, ef þeir vissu hvað hana langar mikið að geðjast karlmanni sem lætur henni líða eins og drottningu, ef þeir vissu hvað svona elskulegheit draga athygli okkar auðveldlega frá minniháttar mistökum og brestum, ef þeir vissu að þessir hlutir sannfæra konuna um að hún sé drulluheppin að hafa fundið svona fullkomið eintak, þá myndu þeir gera þetta allt saman af ánægju, án þess að líta það sem fórn.