Sumarið er tíminn

Svei mér þá ef er ekki komið sumar. Allavega nógu mikið sumar til þess að taka fram þunnu blússurnar mínar og sætu sumarkjólana. Við systurnar fórum í ísbúð í dag. Greinilega margir sem hafa fengið þá sömu hugmynd því það voru meira en 20 manns á undan okkur í röðinni.

Um næstu helgi ætla ég að fara með Leónóru í húsdýragarðinn til að sjá kiðlingana. Sumir hlutir í lífi mínu eru kannski ekki nákvæmlega eins ég vildi hafa þá en það er allavega komið sumar.

Best er að deila með því að afrita slóðina