Eitt stykki þarfagreining

Sigmund Freud sagði eitt sinn að eftir þriggja áratuga rannsóknir á mannlegu eðli gæti hann enn ekki svarað spurningunnni; hvað vilja konur eiginlega? Reyndar læknaði Freud ekki einn einasta sjúkling heldur (allavega lauk hann aldrei meðferð) svo kannski var hann ekki sérlega góður sálfræðingur þótt hann væri vissulega brautryðjandi.

Þótt rannsóknir mínar á karlkyninu hafi ekki verið eins markvissar og hjá Freud, held ég að sé óhætt að fullyrða að ekkert hefur vakið mér jafn mikinn áhuga og heilabrot og tekið frá mér jafn mikinn tíma og orku síðustu 25 árin og spurningar um það hvað fer eiginlega fram í höfðum karlmanna.

Uppfinningamenn athugið; hér er eitt stykki þarfagreining. Vinkona mín sagði um daginn að sig langaði í tæki sem gæti skráð hugsanir. Hún á það til að hugsa eitthvað sniðugt eða merkilegt við aðstæður sem bjóða ekki upp á að þú taki upp minnisbók, t.d. undir stýri eða á fundum og svo þegar hún hefur aðstöðu til að skrifa er hún iðulega búin að gleyma því. Ég myndi reyndar aldrei nota svona tæki á sjálfa mig þar sem það gæti dregið langan dilk á eftir sér ef hið myrka hyldýpi dulvitundar minnar tæki upp á því að gjamma og upptakan færi á fakk en fokk væri ég til í að geta tengt annað fólk og þá einkum karlmenn við sona tæki.

Best er að deila með því að afrita slóðina