Sjónhverfingar 1 – varir

Samningurinn sem ég gerði við djöfulinn hérna um árið virðist vera fallinn úr gildi. Allavega er andlitið á mér farið að lafa. Krem virka ekki rassgat og þau húsráð sem ég hef séð á netinu eru bæði ótrúverðug og til þess fallin að rýra lífsgæði mín meira en eilíf æska myndi gleðja mig. Halda áfram að lesa

Eyjafjallajökull

Mark og Clare komu og gistu hjá okkur. Clare tók þessa mynd af kvöldsnakkinu.

Lúxusvandamál dagsins

Venjulega fæ ég mér bara pínulítið nammi ef mig langar í það, þótt ég sé í feitabolluaðhaldi. Nú er ég hinsvegar í þeirri óþægilegu stöðu að vera búin að troða í mig næstum 1200 hitaeiningum og langa ekki í pínulítið nammi heldur rosalega mikið af því.

Kartöflur í staðinn fyrir rjóma

Ég þyngdist um 3 kg á 4 vikum. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir því. Bara að standa á beit allan daginn og ekki í gulrótum og gúrkum heldur konfekti og kökum. Harðfiskur með smjöri sem kvöldsnakk. Brauð með súpunni, eftirréttir með rjóma. Kjöt og sósur á hverjum degi. Ef ekki heil kjötmáltíð þá allavega flatkökur og hangikjöt. Halda áfram að lesa

Míns eigins 2012

Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.

Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn  vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa

Jólafeitabolla

Þessi mynd var tekin á Ásvallagötunni, líklega annan í jólum. Ég lít út fyrir að vera á aldur við Ingibjörgu. Er auk þess feitari en ég gerði mér grein fyrir. Farin í megrun.

Jólakveðja

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151197214077963&set=a.10154636544797963.1073741858.603012962&type=3&theater

Ekkert stress

Ætla hvorki að baka smákökur né senda jólakort. Einar búinn að jóla heimilið (og er hvað það varðar sami minimalistinn og ég) jólakjóllinn hreinn og ég er búin að pakka inn jólagjöfum. Af hverju í fjandanum hef ég áhyggjur af því að ég komist ekki yfir það að kaupa serviettur og eldspýtur á morgun?

Tapas

Ég uppgötvaði „kvöldmatarlausn“ á Malaga. Maður kallar bara afganga síðustu „tapas“ og þar með eru þeir orðnir fínn matur.

Málaga

Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.

Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.

***

Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.