Gat ekkert gert?

fritzl

Og konan hans átti aldrei leið niður í kjallara öll þessi ár? Allavega hef ég ekki séð eitt orð um hennar ábyrgð í þessu máli. Ég spái því að hún verði álitin fórnarlamb. Ég veit ekki hvaða mafía það er sem telur hag kvenna best borgið með því að viðhalda því viðhorfi að píkan sé aðsetur ábyrgðarleysis en hún er allavega starfandi á Íslandi.

 

Kynin eru ekki eins

stadalmyndir

Enn er spurt hversvegna leikföng séu markaðssett eftir kyni. Ég hef enga trú á því að ástæðan sé sú að leikfangaframleiðendur vilji hindra konur í því að hasla sér völl í karlastörfum. Ég held að það eina sem leikfangaframleiðendur hafa áhuga á sé að selja sem mest og hver sem ástæðan er þá sækja telpur frekar í brúður og drengir í hasarleikföng. Halda áfram að lesa

Útavðí

Það er sko vegna þess að litlar telpur hafa oftar áhuga á brúðum og litlir drengir á bílum. Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna.

Ég veit ekki hversvegna þetta er svona og þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki reyndar með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.

 

Eru þetta ekki …

… sömu konurnar og mótmæltu smekkleysunni þegar Oddi gaf út dagatal með málsháttum um konur?

Jólasveinar eru miklir óskaspenglar.
-Giljagaur óskar þess að konur hætti að líta á sig sem eilífðarfórnarlömb í öllum málum.
-Skyrgámur óskar þess að konur hætti að sletta skyrbirgðum sínum í blásaklausa sveina.
-Gluggagægir óskar þess að konur hætti að setja samasemmerki milli klámneytenda og nauðgara.
-Gáttaþefur óskar þess að konur hætti að safna klofþefsgæru.

Ég óska þess nú bara að bakarar bjóði upp á stærri gerð af ósteiktum laufabrauðskökum og hafi þær kringlóttar en ekki sporöskjulagaðar. Það er ekki á nokkurn mann leggjandi að fletja þetta helvíti almennilega út.

Örugglega …

Ég verð stöðugt hrifnari af feministafélaginu. Að vísu er ég sjaldan sammála því sem þessar kraftmiklu konur hafa að segja en þeim tekst heldur betur að hrista upp í þjóðarsálinni og ekki veitir af. Það er þó skömminni skárri plebbismi sem eys órökstuddum óhroða yfir skoðanir og aðferðir hugsjónafólks en sá plebbismi sem situr bara steiktur fyrir framan nýjasta litprentaða A-4 auglýsingablaðið og veit ekki af þeim möguleika að mynda sér skoðun yfirhöfuð.

Mig langar annars að vita meira um þetta öryggisráð. Ætli hlutverk þess sé að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn kvenkyninu? Það verður allavega að reikna feministafélaginu það til hróss að hvorki frumleikaskortur né skortur á dirfsku og dugnaði háir þeim.

Ef maður bara vissi hvað er að gerast þarna inni

Ætli feministahreyfingin léti ekki frá sér einhverjar athugasemdir ef karlmenn væru látnir gefa konum einkunnir fyrir frammistöðu sína í bælinu?

Ég hef ekki séð tannagnístran frá neinum karlasamtökum vegna þessarar könnunar. Ætli þeim sé alveg sama eða er einhver önnur ástæða fyrir að heyrist aldrei í karlmönnum þegar tegundin er á einhvern hátt tekin fyrir? Þessi könnun er svosem of hallærisleg til að vera svara verð en það virðist bara alveg sama hvernig er fjallað um karlmenn, þeir bera nánast aldrei hönd yfir höfuð sér. Ég hneigist til að líta á það sem gunguskap en kannski eru þeir bara upp til hópa of ánægðir með sig til að taka mark á umfjöllun sem væri líkleg til að koma konum í uppnám?

Pólitíkin rak upp bofs

bogb

Ég hef tekið eftir því undanfarið að nokkrir moggabloggarar sjá ástæðu til að hnýta í það fyrirkomulag feministahreyfingarinnar að vera með sérstakan karlahóp, fyrir náttúrulega utan stöðugar persónulegar árásir á Sóleyju Tómasdóttur og fleiri duglegar konur.

Ég hef aldrei unnið með feministahreyfingunni sjálf, finnst sumt af því sem þær eru að gera frábært, sumt tilgangslaust og sumum viðhorfum er ég algerlega ósammála.

Halda áfram að lesa