Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Halda áfram að lesa
Og ef við skoðum önnur netskrif en pólitísk …
Þátttaka kvenna í skrifum og umræðum á pólitískum netmiðlum segir líklega eitthvað um áhuga kvenna á pólitík. Þeir gefa hinsvegar ekki góða mynd af skrifum kvenna almennt. Ég velti því fyrir mér hvort skrifandi konur væru kannski þrátt fyrir allt jafn margar körkunum, svona ef maður skoðaði aðra miðla en þá pólitísku. Halda áfram að lesa
Eiga konur bara að bíða?
Umræðan um Kiljuna og karlrembuna hefur ekkert verið sérlega áhugaverð. Við höfum eytt meira púðri í að þrasa um tölfræði en finna svör við mun áhugaverðari spurningu;hversvegna birtist minna af skrifum kvenna en karla? Hermann Stefánsson veltir upp nokkrum spurningum þar að lútandi í umræðukerfinu mínu: og eins og kemur fram í þessum pistli virðist skýringa ekki að leita í slæmu aðgengi kvenna að fjölmiðlum. Halda áfram að lesa
Hver meinar konum að tjá sig á netinu?
Ég er að verða ponkulítið leið á þeirri goðsögn að konur hafi slæmt aðgengi að fjölmiðlum. Ég dreg líka í efa að kvennakúgun og yfirgangur karla sé stóra skýringin á minni pólitískri þátttöku kvenna en karla. Halda áfram að lesa
Af karlrembu Egils Helgasonar
Fyrir rúmri viku sá ég því fleygt á spjallþræði á netinu að hlutföll kynjanna í sjónvarpsþáttum Egils Helgasonar, Kiljunni, væru 85 karlar á móti 15 konum. Halda áfram að lesa
Má ekki uppræta pólitískt vændi?
Má bjóða þér vinnu sem gengur út á að þrasa og þrefa? Þar sem þú getur ekki lokið einu einasta verkefni sem skiptir máli, án þess að fjöldi manns reyni að skjóta það niður og draga úr þér kjarkinn? Þar sem hluti af starfinu felst í því að gera lítið úr vinnufélögunum, fá fólk til að sýna þeim vantraust og eigna sér góðar hugmyndir annarra?
Viltu vinna á vinnustað sem býður þér upp á að bjóða börnunum þínum góða nótt í gegnum síma, kvöld eftir kvöld? Þar sem þú getur reiknað með tímabilum þar sem fundasetur taka svo langan tíma að þú þarft að taka höfuðverkjatöflur daglega? Halda áfram að lesa
Tískugreind er ekki (barba) fín
Fyrir mörgum árum bárust tengsl barbafjölskyldunnar og fjölgreindarkenningarinnar í tal í mínum vinahópi. Greindarsvið Barbafínnar vafðist fyrir einhverjum og ég svaraði því í hálfkæringi að hennar hæfileiki væri tískugreind. Það þótti afar fyndið enda vinir mínir upp til hópa hin mestu gáfnaljós.
Konur eru ekki fréttaefni heldur krútt
Mér var satt að segja dálítið brugðið þegar ég sá úttekt Hildar Lilliendahl á kynjahlutföllunum í fréttablaðinu, fyrir nokkrum vikum. Ekki svo að skilja að niðurstaðan hafi komið mér á óvart. Ég hefði sjálf giskað á að fréttir af konum og viðtöl við konur væru um 25% af því efni sem dagblöð og fréttastofur ljósvakamiðlanna birta.
Óróar og kvótar
Vinkona mín benti mér einu sinni á athyglisverða líkingu, þar sem fjölskyldu var líkt við óróa. Það þarf ekki mikið til að koma hreyfingu á óróann en þegar hann er látinn í friði fara allir hlutar hans alltaf í sömu stellingu. Ef nýjum hlut er bætt við, hreyfist óróinn í smástund en nýi hluturinn fellur svo í ákveðna stellingu og áður.
Það má yfirfæra þessa líkingu á samfélagið allt. Það að skipta um manneskjur í tilteknum stöðum, breytir óróanum sáralítið, eina leiðin til að eitthvað gerist er sú að halda honum á hreyfingu. Halda áfram að lesa
Konur sem vilja láta nauðga sér
Vinur minn varð eitt sinn fyrir óþægilegri reynslu. Hann hitti konu á netinu og þau ákváðu að hittast og eiga skyndikynni. Þau hittust á veitingastað, hún lýsti fyrir honum draumi sínum um að vera tekin með valdi. Hann sagðist ekki vera neinn nauðgari, flýtti sér burt sem hraðast og hefur varla þorað að vera einn með kvenmanni síðan.