Stjórnlagaþing og kynjahlutföll

Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru 523. Karlar eru 364, konur 159.

Er feðraveldið að hindra konur í því að bjóða sig fram eða er hugsanlegt að hlutfallslega færri konur en karlar hafi áhuga á stjórnmálum?

Ég spurði um þetta á FB og fékk m.a. það svar að konur eigi erfitt með að trana sér fram og vilji ekki persónulega athygli. Það þýði alls ekki að þær hafi minni áhuga en karlar. Halda áfram að lesa

Oooo … svo mikil dúlla

Ég er smávaxin, ljóshærð, geng oftast í pilsi eða kjól, nota blúndur, pífur og bjarta liti (nema þegar ég er í nornargírnum). Ég finn til mín þegar karlmenn segja mér að ég sé falleg. Mér finnst móðurhlutverkið vera merkilegasta starf í heimi og eins þakklát og ég er feministum fyrir baráttu sína fyrir menntun kvenna og valkostum, tel ég að kvenfrelsishreyfingin hafi gert stór mistök með því að gefa konum þau skilaboð að kona sem kýs að vera heimavinnandi sé ósjálfstæð, metnaðarlaus, kúguð og yfirhöfuð frekar aumkunarverð. Ég fæ fiðring í hjartað þegar ég sé karlmann handleika borvél eða önnur verkfæri og finnst gott að láta karlmann leiða mig eða leggja arm yfir axlir mínar í mannmergð. Ég teikna bleika blómasveiga utan um minnislistana mína og skreyti heimili mitt með brúðum, dúkum, púðum og sætum mokkabollum. Ég reikna með að það sé þetta sem fær þá sem þekkja mig ekki til að kalla mig dúllu eða krútt. Mér líkar það stórilla.

Halda áfram að lesa

Nú fara femínistar brátt í átak til að frelsa konur frá barneignum

líffæri

Ég hef vissa ánægju af því að fylgjast með og taka þátt í deilum trúleysingja og trúmanna en ég tók þá afstöðu upp úr tvítugu að slíkar deilur væru aðeins dægradvöl, glíma fremur en rökræða. Ástæðan er sú að það er einfaldlega útilokað fyrir trúmenn og trúlausa að mætast á miðri leið, annað hvort er Gvuð til eða ekki og hvor hópur um sig byggir öll sín rök á sannfæringu sinni um það eina atriði. Umræðan einkennist gjarnan af tilfinningasemi. Það er í sjálfu sér allt í lagi en býður heim hættunni á að hún verði ómálefnaleg, full af rökvillum og fari fljótt út í þrætur þar sem hvor aðilinn um sig telur sig ‘hafa betur’ þótt andstæðingurinn álíti niðurstöðuna jafn fráleita og forsenduna. Sjaldgæft er að slík samræða fái fólk til að skipta um skoðun og málamiðlun er ekki valkostur.
Halda áfram að lesa