Af hverju er það vandamál?

68cs3z-l-610x610-dress-pink-high+low+dresses-flowy+dress-hilo+dress-beach-coral-summer-rose

Ég geng í kjólum og pilsum. Ég er 99% líklegri til að vilja ganga í bleiku en maðurinn minn sem kann ekkert illa við bleikt en myndi seint klæðast bleiku sjálfur. Mér finnst gaman að nota hárskraut og varalit og stöku sinnum geng ég á háum hælum.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það er að mestu leyti fyrir áhrif frá umhverfinu sem ég hef þennan smekk en ég skil ekki hversvegna það er vandamál.

Óþarfi að vera með dólg?

guðrún

Þegar ég skrifaði þennan pistil, var ég að hugsa um að bæta við spurningu um það hversu langt þess væri að bíða að Stígamótagengið færi að skilgreina börn sem kynferðisglæpamenn. Ég sleppti því. Hugsaði sem svo að það væri óþarfi að vera með dólg, þótt ég sé mótfallin því að aðstoð við þolendur ofbeldis sé nánast alfarið í höndum einkaaðila. Halda áfram að lesa

Gefum nauðgaranum rödd

download (10)

ENGINN hefur talað fyrir öfugri sönnunarbyrði, svo hversvegna í ósköpunum er Eva að búa til vandamál?

Jú ég skal segja ykkur það. Í fyrsta lagi er ég ekki að búa til vandamál heldur að leita farsælli lausna á raunverulegum vandamálum en ég kem nánar að því síðar. Afgreiðum fyrst spurninguna um það hvort sé kannski eitthvað til í því að einhverjum finnist öfug sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum góð hugmynd. Halda áfram að lesa

Hvað á að gera við svona menn?

vegvísarOg vitanlega stukku einhverjir á þá túlkun að allar konur séu lygasjúkar druslur og að best sé að klappa grey nauðgurunum á bakið, leyfa þeim óáreittum að nauðga og meiða.

Sumir hengja sig í tveggja prósenta kenninguna, rétt eins og það bara sé allt í lagi að fórna tveimur saklausum til þess að ná 98 sekum. Halda áfram að lesa

Til karla sem hata konur

Gender-WarsÍ síðustu færslu minni sagðist ég vera kona sem hatar karla. Vona að enginn hafi skilið það þannig að ég vilji helst skera undan sem flestum körlum og grilla dindlana á Austurvelli og bjóða gangandi ásamt sinnepi og hráum.

Í huga mínum takast á tvær kröfur; „förum varlega með orð“ og „köllum hlutina sínum réttu nöfnum.“ Hatur er eitt þeirra orða sem við notum frjálslega en leggjum samt verulega neikvæða merkingu í, þegar það hentar okkur. Við meinum það ekki bókstaflega þegar við notum það en tökum því bókstaflega þegar það beinist gegn okkur. Halda áfram að lesa

Fólkið sem hatar fíflin og fíflin sem hata fólk

bolurKvenhatur: T.d. það að flokka dónabréfaskrif JBH sem dómgreindarbrest fremur en kynferðisglæp.

Gott og vel ég skil konseptið þótt mér finnist það umdeilanlegt. En svo kemur í ljós að við eigum ekkert að taka þessu bókstaflega. Þetta „karlar sem hata konur“ er bara einhverskonar pardódía á þá hugmynd að feministar séu karlhatarar og um leið vísun í vinsælasta karlhatursbókmenntaverk okkar tíma. Sorrý en það er eitthvað við þetta sem gengur ekki upp.

Halda áfram að lesa