Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Ilmur

Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa

Hver tók ostinn minn?

-Ég verð að losna úr þessari vinnu, sagði Farfuglinn. Ég hef óbeit á því hvernig er komið fram við starfsfólkið. Þetta ágæta fólk, þetta stórfína fólk sem hefur helgað fyrirtækinu stóran hluta lífs síns, unnið af fullkomnum heilindum fyrir skítalaunum og alltaf treyst fyrirtækinu. Svo þegar á að skipta konunum út fyrir yngri og sætari stelpur og losa fyrirtækið við karla sem vita alveg hvað þeir eru að gera en hafa kannski ekki skírteini upp á það, hvað heldurðu að fyrirtækið geri þá til að gefa þessu fólki séns? Ég skal segja þér það; Halda áfram að lesa

Farfuglar koma alltaf aftur

Farfuglinn hringdi í mig í gærkvöld og bauð mér í heimsókn. Honum var dálítið niðrí fyrir en það er þó hvorki fyllirí né kvennafar sem er að plaga hann núna. Eitthvað er að angra hann en hann gerir sér líklega ekki grein fyrir því sjálfur. Sýndi verulega góðan leik í hlutverki manns sem er í þokkalegu jafnvægi og veit nokkurnveginn hvað hann vill. Halda áfram að lesa