Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil

 

Lúxusvandamál dagsins

Hversvegna er allt í einu orðið svona erfitt að fá ljósar sokkabuxur? Það er nánast sama í hvaða búð maður fer, það eru bara til svartar og brúnar. Er þetta einhver tíska eða hvað? Mér finnst ekki fínt að vera með andlit og hendur bleiknefja en fótleggi eins og sandnegri.

Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Helsi

Stundum líður mér fáránlega vel. Finnst ég njóta fullkomins öryggis og fullkomins frelsis í senn, En það verir bara nokkra klukkutíma í senn. Svo verð ég hrædd.

Ég tengi öryggi við helsi. Þarf svo sárlega á tilfinningalegu öryggi að halda en er um leið svo logandi hrædd við að missa sjálfstæði mitt að um leið og ég finn að mér er farið að líða virkilega vel, verð ég hrædd

Eitt stykki þarfagreining

Sigmund Freud sagði eitt sinn að eftir þriggja áratuga rannsóknir á mannlegu eðli gæti hann enn ekki svarað spurningunnni; hvað vilja konur eiginlega? Reyndar læknaði Freud ekki einn einasta sjúkling heldur (allavega lauk hann aldrei meðferð) svo kannski var hann ekki sérlega góður sálfræðingur þótt hann væri vissulega brautryðjandi. Halda áfram að lesa

Vó!

hello_kitty_3
Ég var að leita að hello kitty mynd til að skreyta afmælistertuna hennar Leónóru og datt niður á þessa síðu.

Ég er að reyna að sjá fyrir mér upplitið á brúðkaupsgestum og á brúðgumanum sjálfum þegar daman kemur arkandi inn kirkjugólfið í einhverjum þessara kjóla.

Ætli það hafi verið reynt í alvöru?

 

Feðgar í Vesturbænum

-Fokk Anna, við erum búnar að ná árangri. Ég var að vonast til að sjá framför á einum mánuði en á bara einni viku erum við búnar að ná raunverulegum, áþreifanlegum árangri.
-Hahh! Þú sagðir að við ættum ekki að monta okkur of fljótt. Við ættum að meta okkur eftir árangri og ég get nú bara sagt þér það að ef ég væri ég þætti mér full ástæða til að vera ánægð með mig.

Og svo montuðum við okkur dálítið meira.

Þessir litlu hlutir…

… sem skipta svo rosalega miklu máli.
Eins og t.d.
-að hafa orð á því þegar ég er í kjól sem fer mér vel
-að koma með eitthvað sérstakt handa mér þegar hann kemur frá útlöndum
-að laga kaffi handa mér
-að breiða ofan á mig ef ég hef sparkað sænginni af mér í svefninum
-að bera töskuna fyrir mig þótt hún sé ekki þung
-að kaupa sunnudagsmoggann handa mér þótt ég sé ekki viðræðuhæf á meðan ég leysi krossgátuna
-að segja mér að ég sé falleg, þannig að ég trúi þvíAf hverju eru svona fáir menn sem gera þessa hluti sem eru ekki erfiðir eða flóknir?
Ég held að það hljóti bara að vera að þeir geri sér enga grein fyrir því hvaða áhrif umhyggja af þessu tagi hefur á konur.

Ég held að ef þeir vissu hvað kona verður blíð og kvenleg innra með sér þegar hún finnur að hún er vernduð, dáð og dekruð, ef þeir vissu hvað hana langar mikið að geðjast karlmanni sem lætur henni líða eins og drottningu, ef þeir vissu hvað svona elskulegheit draga athygli okkar auðveldlega frá minniháttar mistökum og brestum, ef þeir vissu að þessir hlutir sannfæra konuna um að hún sé drulluheppin að hafa fundið svona fullkomið eintak, þá myndu þeir gera þetta allt saman af ánægju, án þess að líta það sem fórn.

Draumur

Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd í búningssal í sundhöll eða líkamsræktarstöð. Ég veit ekkert hvað ég var að gera þar en þarna var allt fullt af akfeitum konum. Mér fannst ég ekkert feit og sá ekki neina nýja keppi eða fellingar á skrokknum á mér en þótti svo ótrúlegt að ég væri eina granna konan á svæðinu að ég steig á vigt til að gá hvort ég hefði fitnað. Halda áfram að lesa

Viðhald

Pegasus er að koma heim jííí! Líklega er hann þegar lentur. Hvað ætti maður að gera í kvöld? Blanda lúsaeitur? Mála rúnasteina?Það má alltaf finna eitthvað til að dunda við en síðustu daga hef ég átt frekar auðvelt með að setja mig í spor vinu minnar bókasafnsfræðingsins og þar sem virðist fremur dauft yfir úrvalinu í Helvíti, getur verið að ég heimsæki tiltekna geimveru í staðinn. Halda áfram að lesa

Hvað verður um tölvupóstinn?

Alnæmis internetið. Eða póstþjónn eða eitthvað annað tæknidrasl.

Walter sendi mér tölvupóst sem barst mér ekki. Við höfum lent í þessu áður nema þá var það öfugt; póstur frá mér barst ekki og engin villumelding. Kannski eru tugir bréfa til mín hangandi einhversstaðar utan í alheimsorkunni eða hvað það nú annars er sem ber skilaboð á milli pósthólfa og sendernurnir vita ekki betur en að ég hafi fengið þau.

Hvað verður annars um tölvupóstinn, þegar hólfið sem það er sent frá segir að bréfið hafi farið en viðtakandinn fær það ekki? Eyðist það? Fer það í rangt pósthólf? Eða er það bara einhvernveginn í loftinu?

Ég skil vel hversvegna eðlisfræði var til skamms tíma flokkuð sem dulspeki.

Líkt

Tungumálið kemur upp um okkur. Hugsunarhátt okkar.

Þegar allt kemur til alls er ekki svo mikill munur á ‘I like you’, ‘I am like you’ og ‘I feel like you’. Fólk laðast víst mest að þeim sem líkjast því, hvort sem um er að ræða vináttu- eða ástarsambönd. Samkvæmt rannsóknum eru m.a.s. meiri líkur á að fólk verði ástfangið ef það líkist hvort öðru í útliti. Halda áfram að lesa

Til moldar

Hvaða tákn var nú þetta? spurði móðir mín.
-Ægishjálmur, ég gat ómögulega farið að loftkrota krossmark yfir kistu trúlausrar manneskju, svaraði ég.

Mér hafði reyndar dottið í hug að teikna hamar og sigð en taldi líklegt að einhverjum ofbyði það svo ég sættist á Ægishjálm fyrir frænku mína sem var örugglega skráð í þjóðkirkjuna eins og nánast allir af hennar kynslóð en var nú samt sem áður trúleysingi og kommúnisti. M.a.s. aktivisti.

Mikið eru nú kirkjulegar athafnir yfirhöfuð óviðeigandi. Mér er sama hvað verður um hræið af mér þegar ég dey. Ef einhverjum líður betur mað að láta kór syngja yfir mér ‘ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn’, þá verði þeim að góðu. En mikið rosalega yrði það samt óviðeigandi.

 

Á andlegu nótunum

Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú. Halda áfram að lesa

Ekki samt blár

Ég sakna Walters. Finnst ergilegt að heyra ekkert frá honum svona lengi. Ég veit ekki nákvæmlega í hvaða barbaraþorpi hann er staddur en það eru víst engar tölvur þar.

Samt er ég alls ekki einmana; það er ekki sársauki sem plagar mig heldur bíð ég hans með þó nokkrri óþreyju.

Það er ekki blátt. Ekki heldur grænblátt.

Það er meira svona vínrautt.

Sund

Ligg með systur minni í heita pottinum.

Líklega er þetta í fyrsta sinn í 25 ár eða meira sem við förum saman í sund. Undarlegt hvað við munum eftir ólíkum hlutum úr bernskunni. Stundum engu líkara en að við höfum alist upp á sitthvoru heimilinu. Það er ekki það að við eigum ólíkar minningar um það hvernig hlutirnir voru heldur eru það áherslurnar. Ég man eftir hlutum sem hún er búin að gleyma og öfugt.

Hjálp!

Við feðgarnir erum í vandræðum. Okkur vantar sexý karlmannsnafn og það virðist bara ekki mikið um þau í íslensku. Hvaða karlmannsnöfn þykja lesendum bera vott um kynþokka og vald?

Annað: Hver er megatöffari Íslandssögunnar? Þá á ég við frá sjónarhóli kvenna.

 

Blár 2

Eva: Nei það er ekkert sérstakt að frétta, ekkert fram yfir það sem ég set í vefbókina mína.
Elías: Ok, þú skrifar helling en maður veit samt ekkert hvað er að gerast í hausnum á þér. Þú ert ekki sama manneskja á blogginu og í raunveruleikanum.
Eva: Jæja, og hvor okkar heldurðu að sé raunverulegri?
Elías: Ég veit það ekki. Ég er heldur ekkert sá sami á blogginu þínu og í raunveruleikanum og ég veit ekki hvor okkar er raunverulegri.

Elskan. Hefurðu virkilega ekki tekið eftir því að þú ert ekkert á blogginu mínu lengur? Og heldurðu í alvöru að raunveruleiki sápuóperunnar gæti þrifist annarsstaðar en þar?

Þögn

Finnst þér ennþá skrýtið að blár skuli tákna einsemd og frelsi í senn? Mér finnst það fullkomlega rökrétt.

Making a man

Við feðgarnir komum saman til skrafs og ráðagerðar í gærkvöld. Samfeðgur minn (eða er að samfeðgi? hvernig eru feðgar í eintölu?) datt niður á fyrsta pródjektið okkar af einskærri tilviljun daginn eftir að ég framdi seið einn satanískan, sem ég gerði þó að vanda ráð fyrir að kæmi fram á allt annan og mun fyrirsjáanlegri hátt. Halda áfram að lesa

Á næsta level

I feel we should take our relationship to the next level.

Eitthvað í þessa veruna heyrist stundum í amerískum sjónvarpsþáttum en ég hef aldrei áttað mig almennilega á því hvað þetta merkir. Íslendingar hafa ekki tileinkað sér stefnumótahefð í líkingu við þá sem tíðkast vestanhafs og líklega er þessi levelahugmynd eitthvað sem helst í hendur við hana. Ég er að vísu ekkert viss um að mín sambönd séu normið en ef ég tala af eigin reynslu og því sem ég sé í kringum mig, þá eru í mesta lagi þrjú skýr og skilgreind ‘level’ í hverju sambandi og oftar bara tvö. Þegar ég sef hjá einhverjum er hann annaðhvort bólfélagi eða kærasti og ég geri mjög skýran greinarmun á þessu tvennu. Halda áfram að lesa