Sniðugir strákar og uppstilling landsliðsins

Eva: Hvaða Ásgeir? Á ég að vita hver hann er?
Einar: Já. Þú talaðir heilmikið við hann í afmælinu hans Steindórs.
Eva: Ha???
Einar: Í fimmtugsafmælinu hans Steindórs manstu?
Eva: Haaaallooó!
Einar: Hvað?
Eva: Hann Steindór er ekki orðinn fimmtugur. Við mættum hinsvegar í fimmtugsafmælið hennar Jónínu. Og jú, ég man núna hver þessi Ásgeir er, hann hélt einmitt eina ræðuna um það hvað hann Steindór er sniðugur strákur. Eina af mörgum. Halda áfram að lesa

Ekki ein af strákunum heldur stelpan í hópnum

soffia
Soffía Anna Sveinsdóttir tók stúdentspróf af félagsvísindabraut. Ekki af því að hún hefði sérstakan áhuga á félagsgreinum, heldur af því að hún átti erfitt með stærðfræði. Að loknu stúdentsprófi bjuggust vinir hennar og vandamenn við að hún færi í íslenskunám. Það kom því flestum á óvart þegar hún hóf þess í stað nám í pípulögnum. Halda áfram að lesa

Af því að strákadót og karlastörf eru merkilegri

apar

Það er ástæða fyrir því að við búum til karla og kerlingar úr deiginu. Hún er sú að mannkynið skiptist, frá náttúrunnar hendi, gróflega í tvennskonar fólk, karla og konur. Ekki í svarta, hvíta og gula, blendingsafbrigðin eru óendanlega mörg, það eru hinsvegar ekki til nein blendingsafbrigði af karli og konu, ef barn fæðist tvíkynja að hluta eða alveg, er það „galli“ en ekki blöndun. Halda áfram að lesa