Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?

fornarlambaskolinn-688x451

Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní.

Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Halda áfram að lesa

Feitabollufemínisma í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar

feitÞessi færsla tilheyrir pistlaröð sem  fjallar um Kennivald kvenhyggjunnar. Til þess að draga fram þau sjónarhorn á jafnréttismál sem feministar eru að reyna að innleiða í skólakerfið, er tilvalið að skoða Kynungabók, kennslubók fyrir unglinga skrifaða á forsendum feminisma og mótunarhyggju. Halda áfram að lesa

Kynungabók og vinnumarkaðurinn

skúra
Í fyrri pistlum um Kynungabók, gagnrýndi ég það hve lítið vægi hún gefur stærstu vandamálum karla og drengja. Í fjölskyldukaflanum er ekkert fjallað um veika stöðu feðra í forræðismálum og í skólakaflanum er sá mikli fjöldi drengja sem þrífst ekki í skóla ekki einu sinni til umræðu. Á vinnumarkaði hallar meira á konur en karla svo það er kannski eðlilegra að þar sé sjónarhorn kvenna ríkjandi. Engu að síður hef ég nokkrar athugasemdir. Eða eiginlega margar. Halda áfram að lesa